no image

Fylgja minningarsíðu

Jón Hreinsson

Fylgja minningarsíðu

15. september 1965 - 1. apríl 2022

Andlátstilkynning

Okkar ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Jón Hreinsson, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum v/ Fossvog, föstudaginn 1. apríl 2022.

Útför

11. apríl 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Regína Sigurgeirsdóttir, Rúnar Mar Regínuson, Jón Þór Sigmundsson, Elínborg Anna Erludóttir og Viktor Máni Bogguson Jónsson.

Þakkir

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug, hlýju og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður og afa.

Farvel Nonni minn

Í dag er Jón Hreinsson, gamall og góður kunningi af Króknum borinn til grafar eftir baráttu við illvígan sjúkdóm.

Bæta við leslista

Örstutt minning um góðan vin

Nonni vinur minn er látinn og verður lagður til hinstu hvílu í dag. Margt hefur maður nú grúskað með þeim Camillu bræðrum í gegnum tíðina. Við Stebbi, bróðir Nonna, höfum verið æsku vinir frá því að við komumst til vits og var ég heimalingur á heimili þeirra á Smáragrundinni alla mína æsku. Þar kynntist ég Nonna fyrst. Nonni var stóri bróðirinn og við litum upp til hans. Við hlustuðum á tónlistina sem Nonni var að hlusta á og reyndum að fylgja hans ráðum og leiðbeiningum eins og við treystum okkur til. Bruce Springsteen hljómaði nokkuð oft af efri hæðinni á Smáragrund 8 hvort sem Nonni sjálfur var að hlusta eða við pjakkarnir. Nonni var líka að reyna kenna okkur strákunum að taka ljósmyndir með allskonar skugga effectum og svona gæti ég lengi haldið áfram.

Bæta við leslista

Minning um góðan bróður

Það hryggir mig óendanlega að elsku Nonni bróðir minn hafi kvatt okkur svo snemma en það er huggun harmi gegn að ég trúi því að nú líði honum betur. Það er líka ofboðslega gott að eiga ótal margar ómetanlegar minningar um þennan góða dreng.

no image

Bæta við leslista

Kveðja til vinar

Í dag er kvaddur góður vinur til margra ára Jón Hreinsson. Margar minningar koma upp í hugann þegar farið er yfir farinn veg og allar eru þær skemmtilegar. Það var nefnilega þannig að það var alltaf glaðværð í kringum Nonna og hann var ávallt hrókur alls fagnaðar. Við kynntumst aðeins fyrst þegar ég bjó á Víðigrundinni og Nonni á Smáragrundinni en samt ekki af neinni alvöru fyrr en við fórum að stunda golf á sama tíma á Króknum. Vorum nokkrir ungir sem komum í klúbbinn á sama tíma og það var mikið spilað og ávallt stuð og stemming. Nonni var líka umsjónarmaður golfvallarins um tíma. Við vorum einnig saman í körfuboltahópnum Uppunum þar var nú ekki töluð vitleysan. Síðan fór Nonni suður til náms og eins og gengur og gerist þá minnka samskiptin en vináttan var alltaf til staðar. Það var hans mikla gæfa í lífinu að kynnast eiginkonu sinni Regínu Sigurgeirsdóttur en því miður urðu árin þeirra allt of fá þar sem Nonni greindist með illvígan sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Ég hitti Nonna síðast á körfuboltaleik á höfuðborgarsvæðinu en þá var sjúkdómurinn farinn að hafa verulega áhrif á hann en samt var stutt í glaðværðina og húmorinn.

Bæta við leslista

Minningar um góðan mág

Vandaður, ráðagóður og greiðvikinn er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um mág minn Jón Hreinsson. Ég kynntist honum mjög fljótlega eftir að við Ásta Júlía byrjuðum okkar samferð fyrir 17 árum. Í fyrstu var hún frekar upptekin af að hjúkra Nonna sem lá þá heima eftir að hafa fengið þursabit í bakið og strax þá fann ég þá miklu og gagnkvæmu væntumþykju og kærleik sem ríkti þeirra á milli.

no image

Bæta við leslista

Til Nonna

Í dag kveð ég mann sem var mér mjög kær. Nonna frænda sem féll frá á dögunum eftir erfiða baráttu við MSA sjúkdóminn.

Bæta við leslista

Nonni frændi.

Það e eekki hægt að gleyma kynnum mínum við Jón. Hann var svo líflegt barn, og mikill stemningsmaður, tók þátt í fullorðinsumræðum, og reyndi að ber sig mannalega 5 ára, við öndunginn hann föður minn, það var falleg sjón að sjá þá, pabba í sófanum með krosslagðafætur, og Jón þennan litla hnokka, setjast mjög þétt upp að föður mínum, krosslagði hendurnsr eins, þannig að sama stellingin var á þeim og Jón virkilega vandaði sig, í því sem öðru. Ljósh´ærður lítill gutti sem vissi alveg hvað átti að tala um við svona gamla karla, Jón vissi alltaf hvað hentaði að tala um, hann var snillingur í því, þessvegna var svo gott að tala við hann, en hans fyrsta spurning til Hannesar Gam., var auðvitað tengd Nýju Sútunarverksmiðjunni, á Sauðárkróki. Spurði pabba "Varst þú að fá vinnu í Sútunarverksmiðjunni"? Dásamlegt augnablik, og ég sá að pabbi hristist af hlátri, í hljóði samt. Sama dag gat þessi drengur látið mig labba langan veg eftir tannbursta, og fræddi mig að það borgaði sig að verzla þar ég mundi græða svakalega mikið af peningum, ef ég héldi mig við þessa verzlun, sem eftir væri ævi, og mundi sitja uppi með 30 tannbursta á nokkrum árum, eða einu.Ég held að Jón hafi verið vinur minn, og eins og alltaf þegar einhver fer, sér maður eftir að hafa ekki hugsað betur um vini sína. Ég trúi að ljós hans lifi í minningu minni. Takk.

Bæta við leslista

Ástin mín

Elsku ástin mín, það er svo sárt að kveðja en samt svo gott að vita að nú ertu kominn á betri stað þar sem án efa hefur verið vel tekið á móti þér.

Bæta við leslista

Minning um vin

Elsku Jón, það er sárt til þess að hugsa að örlög þín hafi verið þau sem urðu. Við kynntumst þér haustið 2010, stuttu eftir að þið Regína fóruð að rugla reitum. Arnar hafði reyndar verið þér samtíða í Háskólanum á Akureyri á sínum tíma, því var mjög auðvelt að rifja upp og tengjast þegar við vorum að kynnast. Við hjónin komum inn skötuhefðinni hjá ykkur Regínu á Þorláksmessu og komuð þið til okkar í skötu fyrst 2010 og svo oft eftir það, nú síðast fyrir síðastliðin jól. Þér fannst þessi hefði skemmtileg og vildir ekki viðurkenna eða sýna með svip að þér þætti skatan ekki góð, en fékkst þér alltaf bara einu sinni á diskinn, meðan við hin skófluðum amk tvisvar á diskinn.

no image

Bæta við leslista

Takk fyrir mig.

Elsku Nonni, ég mun aldrei gleyma fallegu, skemmtilegu og upplífgandi nærveru þína sem ég fékk að upplifa svo oft sem krakki.

Bæta við leslista

Hvíldu í friði elsku Jón

Í dag kveð ég elsku stjúpföður minn og eina bestu fyrirmynd sem til er. Mikið rosalega sem það er erfitt, en samt er svo gott að hugsa til þess að nú sértu kominn á betri stað þar sem þú færð loksins að vera frjáls og laus við verkina og skjálftann sem hafa plagað þig síðustu ár.

no image

Bæta við leslista