no image

Fylgja minningarsíðu

Jón Hallfreð Engilbertsson

Fylgja minningarsíðu

22. nóvember 1955 - 30. janúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Jón Hallfreð Engilbertsson lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 30.janúar 2024.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Helga S. Snorradóttir Snorri Sigbjörn Jónsson Kristín Harpa Jónsdóttir og systkini hins látna.

Elsku pabbi

Augun þín horfa á mig í speglinum. Þessi bláu augu sem ég elska svo mikið. Þau geta lýst upp myrkustu nætur. Þau eru stjörnurnar sem vísa mér rétta leið.

Bæta við leslista

Minning um Halla

Við ólumst upp á heimsenda, 7 systkini við fjallsrætur og fjörumál. Nú hafa tveir horfið úr hópnum, sá elsti Grettir og nú Halli, báðir of snemma og mörgu ólokið. Oft var fjör og gaman að alast upp í stórum hópi. Ég þótti líkjast Halla í útliti en hann var 12 árum eldri en ég, ótrúlega fyndinn en oft leiðinlega stríðinn. Halli sinnti lestrarþjálfun minn þegar hann var heima og einn veturinn kenndi hann mér hljómana á kirkjuorgelið úr Dalskirkju sem þá var varðveitt á Mýri. Verra var að við skrifuðum hljómana á nóturnar með tússi, sem var basl að ná af aftur. Þegar ég varð stálpaðri tók svo gítarkennslan við með takmörkuðum árangri. Halli lærði að spila á gítar sem mömmu hafði áskotnast og þá varð ekki aftur snúið. Á sumarkvöldum hittist unga fólkið á bæjunum,hlustaði á plötur og spjallaði. Bítlarnir, Creedence og The Byrds man ég að voru í uppáhaldi. Allir voru með sítt hár, strákar og stelpur og þegar þau hlustuðu hölluðu þau hausunum þunglyndislega til sitt hvorrar hliðar. Halli hafði sérlega fallegt dökkt og liðað hár og átti fjólublá jakkaföt úr Karnabæ og litlu systur fannst hann vera algjör poppstjarna. Mamma fórnaði líka einu heimilislakinu og saumaði á hann útvíðar buxur að hætti Jimmy Page, spurning hverju hann klæddist þegar hann spilaði í hljómsveitinni Ömmu Tiktúru í Reykjanesskólanum. Þetta voru góðir tímar og þegar böllin fóru að vera í Dalbæ þá bættist heldur betur við fjörið.Halli spilaði með Hjalta Jóhannsyni á fyrstu böllunum og seinna var hann í danshljómsveit í Reykjavík og enn síðar þegar hann var fluttur á Ísafjörð komu hljómsveitirnar Gabríel, Dolby og Rock & co. Síðustu áratugina var hann í hljómsveit með Þórunni mágkonu sinni en þau voru fastráðin á Ögurballið lengst af og vinsæl ballhljómsveit á Vestfjörðum. Halli tók sömuleiðis þátt í óteljandi skemmtunum og tónleikum á Ísafirði og víðar.

Bæta við leslista

Jón Hallfreð Engilbertsson

Ég kynntist Halla þegar hann var rúmlega tvítugur hljómsveitargaur í Reykjavík og ég að slá mér upp með Ingvari bróður hans. Halli var þá líklega við nám við útvarpsvirkjun og spilaði að sjálfsögðu í hljómsveit. Hann var algjör töffari með sitt síða, dökka og liðaða hár.

Bæta við leslista

Jón Hallfreð Engilbertsson

Fyrsta minning mín um Halla er úr Tangagötunni á Ísafirði þar sem hann fæddist. Ljósmóðirin var að meðhöndla hann frekar fáklæddan. Allt í einu bakkaði ljósan frá honum og gaf frá sér hljóð. Hann hafði þá vökvað hana framanverða. Þegar Halli hafði þroska til náði hann svipuðum viðbrögðum með tilsvörum sínum.

Bæta við leslista

Minningar mínar um Halla bróður

Halli var næstur fyrir ofan mig í aldri af okkur systkinunum og ég leit alltaf upp til hans. Hann var bæði úrræðagóður og umhyggjusamur við okkur Atla yngri bræður sína eins og þegar við stofnuðum hljómsveit í hlöðunni heima 8 og 9 ára gamlir. Hann smíðaði gítar handa okkur úr mótatimbri og leifum af gítar sem Geiri frændi hafði skilið eftir og gefið mömmu. Halli var veturinn eftir aðaltöffarinn í Reykjanesinu, gítarleikari í skólahljómsveitinni Ömmu tiktúru og með hár niður á axlir eins og Jimmy Page. Mamma klippti niður lak og saumaði hvítar Led Zeppelin buxur á Halla þegar hann kom heim í skólafríinu. Stundum var samt eins og Halli væri í sínum eigin heimi. Ég man þegar hann var einu sinni á gömlu Ferguson dráttarvélinni að múga hey ofan við gamla Mýrarbæinn að hann hélt áfram að hringsóla með múgavélina þó hann væri í raun búinn að ljúka verkinu. Hann hefur sjálfsagt verið að semja eitthvað. Hann var eitthvað að föndra við yrkingar á Mýri og samdi þessa vísu strax í kringum 8 ára aldur:

no image

Bæta við leslista

Pabbi

Pabbi hefur alltaf verið sá maður sem ég hef litið hvað mest upp til. Hann var góðlyndur, fyndinn, þögull, klár, þolinmóður, yfirvegaður, sköpunarglaður, og svo mætti lengi telja. Það var lítið sem ekkert sem gat reitt hann til reiði og man ég aldrei eftir því að hann hafi nokkurn tímann hækkað róminn í kringum mig. Hann gat setið með mér tímunum saman að kenna mér eitthvað, og aldrei reyndi á þolinmæði hans ef ég var ekki að skilja. Hann hélt einfaldlega áfram af sinni yfirvegun.

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðnýju og Árna.

Elsku Halli, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn í Sumarlandið. Þó að við vissum að þú ættir við veikindi að stríða þá var þetta svo snöggt og fráfallið svo sárt.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Ögurfólki

Í Ögri höfum við Tirðilmýri á Snæfjallaströnd fyrir augunum hinum megin við fagurblátt Ísafjarðardjúpið. Náttúrufegurðin óviðjafnanleg og Djúpið gjöfult en líka hart viðureignar þegar það vill hafa það svo. Í þessu umhverfi Snæfjallastrandar og Ísafjarðardjúpsins óx snillingurinn Jón Hallfreð úr grasi. Við segjum snillingur því hann var þúsundþjalasmiður og einstaklega hæfileikaríkur tónlistarmaður sem gaf ríkulega af sér.

Bæta við leslista

Those were the days

Enn hefur kvarnast úr þeim frábæra tónlistarhópi sem ég tilheyrði á Ísafirði árið 2001 – 2004. Þórunn Snorra ber líklega mesta ábyrgð á því að ég var dreginn á flot á nýjan leik og settur bak við trommusettið, en ég hafði þá ekki spilað reglulega í 10 ár eða svo. Tilefnið var að setja upp 60‘s tónlistarsýningu í Krúsinni á Ísafirði. Þarna var saman komið tónlistarfólk úr ýmsum áttum, fyrrnefnd Þórunn Snorradóttir, Víkararnir Jónatan Einarsson og Guðmundur Reynisson, Óli Pétur Jakobsson, goðsögnin Samúel Einarsson og svo Halli sjálfur. Það er skemmst frá því að segja að þetta tónlistarverkefni var eitt af þeim skemmtilegri sem ég hef tekið þátt í. Sýningarnar áttu að verða 4 eða 5 en mig minnir að við höfum endað í 14 sýningum, þar af tveimur í Stykkishólmi, fórum sem sagt "on the road" eins og okkur fannst mjög skemmtilegt.

Bæta við leslista

Kveðja frá Þórunni í "Þórunn og Halli"

Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar ég hugsa til hans Halla. Svo margar eru minningarnar.

Bæta við leslista

Tónlistarferill Halla
no image

Bæta við leslista