no image

Fylgja minningarsíðu

Jón Eggertsson

Fylgja minningarsíðu

21. nóvember 1925 - 19. janúar 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jón Eggertsson lést á landspítalanum 19. janúar 2022. Útför fer fram frá Reykholtskirkju 5. febrúar 2022.

Útför

5. febrúar 2022 - kl. 14:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Magnea Heidi Grundt, Anna Gunnlaug, Baldrún Kolfinna, Eggert Ólafur, Þórður, Jóhann, Jóhanna Erla, Margrét. Barnabörn og barnabarnabörn.

Þakkir

Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug

minningarsjóður Barnaspítala hringsins
Kveðja til föðurbróður

Jón Eggertsson

Bæta við leslista

Vinur og frændi kvaddur

Jón Eggertsson, næstelstur sjö barna Magneu Jónsdóttur og Eggerts Einarssonar, ólst upp á Þórshöfn þar sem faðir hans var héraðslæknir í víðlendasta læknisumdæmi landsins en ekki að sama skapi þéttbýlu. Heimilið var fjölmennt því sjúkraskýlið var sambyggt læknisbústaðnum; auk fjölskyldunnar bjuggu þar oft tímabundið hjúkrunarkona, vinnumaður, fjósamaður, kennari barnanna, léttastúlkur, sjúklingar að jafna sig og fólk á framfæri hreppsins. Frú Magnea hafði í mörgu að snúast. Eggert átti kýr til heimilisnota, svín um tíma og jafnan hesta því oft þurfti hann í læknisvitjanir og ekki heiglum hent að fylgja honum; hann hætti að raka sig í september til að safna skjólgóðu skeggi fyrir vetrarferðir.

Bæta við leslista