no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhannes Vilhjálmsson

Fylgja minningarsíðu

20. ágúst 1955 - 6. desember 2024

Andlátstilkynning

Jóhannes Vilhjálmsson Fæddur 20.ágúst 1955. Lést 6.desember 2024

Útför

20. desember 2024 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 20.desember kl 13.

Aðstandendur

Halldóra Kristjánsdóttir f. 12.júní 1956 Sóley Jóhannesdóttir f. 24.janúar 1994 og Sævar Örn Eiríksson f. 22.október 1991 Jóhanna Kristín Sævarsdottir f. 24.október 2024 Snædís Jóhannesdóttir f. 18.mars 1998 og Böðvar Freyr Stefnisson f. 5.mars 1995 Hundurinn Theódór

Vinurinn og veiðimaðurinn Jói

Vinurinn og veiðimaðurinn Jói

Bæta við leslista

Jói frændi

Elsku Jói frændi. Það er skrítið að skrifa orð um einhvern sem maður hefur þekkt alla ævi, hvar á maður að byrja. Einar fyrstu æskuminningar mínar eru af Jóa og risastóra Bronco jeppanum hans. Nú þegar ég er fullorðin átta ég mig á að bíllinn var ekki svo stór. Við ferðuðumst mikið með Jóa og Dóru þegar ég var yngri og alltaf var stutt í grínið. Ég man svo vel eftir þegar Jói fann grænan orm og þóttist setja hann í nefið svo hann kæmi út úr hinni nösinni við mikil hlátrasköll okkar krakkanna. Þegar Jói vann í Umslagi þurfti ég reglulega að kíkja við þar sem ég vann í næsta húsi, þar var alltaf boðið upp á kaffi og spjall og þótt við værum ekki tengd blóðböndum þá varstu alltaf kallaður Jói frændi á mínu heimili. Jói og pabbi voru miklir vinir og deildu ótal stundum saman við veiðar á hinum ýmsu tegundum. Þeir voru alltaf til staðar hvor fyrir annan og studdust í allskonar verkefnum, yfirleitt smíðaverkefnum. Kaffibollarnir með Jóa og Dóru hjá mömmu og pabba eru óteljandi þar sem farið yfir öll heimsins mál og alltaf var stutt í grínið og gleðina.

Bæta við leslista

Kæri vinur og veiðifélagi

Í dag kveðjum við góðan vin og veiðifé­laga, Jó­hann­es Vil­hjálms­son, eða Jóa eins og hann var alltaf kallaður. Ég kynnt­ist Jóa fyr­ir rúm­lega 45 árum þegar ég kom inn í stór­fjöl­skyldu konu minn­ar og við fund­um fljótt sam­eig­in­leg áhuga­mál okk­ar í úti­vist. Jói var sann­kallaður æv­in­týramaður, var mik­ill jeppa­karl og var oft­ast á breytt­um jepp­um sem kom sér vel þegar við fór­um að stunda veiðiskap í ám og vötn­um. Veiðiferðir okk­ar voru sér­lega ánægju­leg­ar og þá nefni ég sér­stak­lega veiði í Fá­skrúð þar sem Jói var ár­nefnd­armaður í mörg ár. Þar var veitt bæði vor og haust og voru ferðir okk­ar þangað hin besta skemmt­un. Þegar stang­veiðitíma­bil­inu lauk að hausti ár hvert var farið að veiða gæs og rjúpu hjá frænku Jóa í Miðfirðinum og þar vor­um við mörg ár í góðu yf­ir­læti. Afrakst­ur árs­ins var svo bor­inn fram í ár­legri villi­bráðar­veislu á heim­ili Jóa og Dóru. Við fjöl­skyld­an nut­um þess að vera boðin í fjöl­skyldu­veisl­ur og ekki má gleyma garðveisl­un­um á sumr­in þar sem Jói hafði búið til sér­stak­lega fal­leg­an garð, bæði í Brekku­seli og Vest­ur­bergi, þar sem vand­virkni og út­sjón­ar­semi var í fyr­ir­rúmi, enda var hann sér­lega lag­inn við allt sem hann tók sér fyr­ir hend­ur og lagði alltaf metnað í að gera hlut­ina vel. Jói var alltaf hress og hafði ein­stak­an húm­or sem smitaði út frá sér og átti auðvelt með að gleðja fólk í kring­um sig með skemmti­leg­um sög­um og hlátri. Jói var ein­stak­lega traust­ur vin­ur og fé­lagi í gegn­um árin og hans verður sárt saknað.

Bæta við leslista

Kæri vinur

­ferðamann og kær­an vin. Leiðir okk­ar lágu fyrst sam­an þegar hann fór að slá sér upp með Dóru. Þau fóru síðan fljót­lega að búa sam­an og þá hóf­ust okk­ar kynni í al­vöru sem þróuðust yfir árin í djúpa vináttu.

Bæta við leslista

Einn af okkur bræðrunum

Ég var ekki nema 5 ára þegar ég kynntist Jóa svo hann var mikill hluti míns lífs. Jói var jafnlyndasti maður sem ég nokkru sinni hef kynnst. Hann var með eindæmum gestrisinn, vinmargur, og hjálparfús. Í huga mínum varð hann einn af okkur bræðrum og mikil hetja fyrir mig og fyrirmynd. Jói kenndi mér mikið um veiðar og útivist. Þegar ég 10 eða 11 ára lærði að skjóta, lærði að lesa hvernig rjúpurnar lágu oft í kjarrinu. Við áttum margar góðar stundir saman og alltaf var hann vinalegur og kurteis. Í vetrarferð á Þingvelli þar sem hann sýndi Halli bróður nýbreyttann og upphækkaðan Bronco og álfurinn ég sem utleysti púðurslökkvitækið a túrnum. Hvernig ég sem 10 eða 11 ára fékk að aka sama Bronco yfir Krossána í Þórsmerkurtúr. Kære Joi takk fyrir ferðina, takk fyrir ráðin, takk fyrir þig. Eg ímynda mér þig a fjöllum, í veiði í frisku lofti fallegs lands. Fátt var betra en frostköld morgunskima, marrið i nýföllnum snjó og spjall við þig. Danskir vinir minnast manns í baðbuxum einum fata i norðangarra og sólskini sem grillar á ísköldu sumarkvöldi. Ég minnist góðs manns.

Bæta við leslista

Jólaminning

Jólaminning.

no image

Bæta við leslista