no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhanna Kristjánsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. ágúst 1932 - 19. júní 2007

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning - Jóhanna Karen

Við lífsins stiga ætlum að þramma

Bæta við leslista

Minning - Bjarki Þór, Arnar Már og Elvar Örn

Elsku amma Jóhanna

Bæta við leslista

Minning - Hermann Rafn

Við andlát móður minnar líða gegnum hugann ótal góðar minningar. Það sem þær eiga þó allar sammerkt er þessi sterka minning um hvernig hún í orði og verki helgaði líf sitt okkur systkinunum. Það þarf í raun ekki að hafa um það fleiri orð. Hvernig getur nokkur þakkað nógsamlega fyrir slíkt? Á æskuárum okkar systkinanna í Breiðholtinu var oft úr litlu að spila á heimilinu en mamma sá ætíð til þess að okkur skorti aldrei neitt. Enda var hún snillingur að gera mikið úr litlu. Hvort sem um var að ræða að halda heimili, útbúa alvöru heimilismat eða sauma föt á okkur systkinin. Og þá vafðist ekki fyrir henni þó að tískan væri oft einkennileg eða bæri með sér strauma sem allir þyrftu nauðsynlega að fylgja. Ég man sem dæmi eftir því þegar allar gallabuxur hreinlega urðu að líta út fyrir að vera margþvegnar og nánast druslulegar, ekki ósvipað því sem tíðkast í dag, – hún bjargaði því með einum undraþvotti í baðkarinu heima. Öðrum minningum fylgir angan af dýrindis mat, eins og hryggurinn í hádeginu á sunnudögum, mmmm..., og heita súkkulaðið á jóladag. Þegar vel er gert og ekkert bregst eiga hlutir það til að verða sjálfsagðir í huga manns.

Bæta við leslista

Minning - Sigurður Kristján

Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund, þó erfitt sé að kveðja þig er gott að vita að þér líði nú vel. Það eru svo margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég á um þig og svo ótal margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur og þolinmæðin óþrjótandi gagnvart allri vitleysunni sem við systkinin tókum uppá og ófáum ferðum a slysó eftir uppátæki okkar bræðra. Alltaf gastu gefið þér tíma til að spjalla og á ég margar góðar minningar úr eldhúsinu þar sem við töluðum um svo margt. Það var alltaf gott að koma til ykkar pabba í Stórholtið og oft var fjörugt um helgar þegar við systkinin komum með fjölskyldur okkar.

Bæta við leslista

Minning - Ingibjörg

Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna

Bæta við leslista

Minning - Hjördís

Elsku mamma, þá ertu farin fyrir fullt og allt. Það má segja að þú hafir verið farin fyrir löngu. Sjúkdómurinn var búinn að taka þig frá okkur og mér finnst ég vera búin að kveðja þig í nokkur ár. Ég hélt að það yrði auðveldara að kveðja því það hefur alltaf verið vitað í hvað stefndi, en þetta er erfitt – eitthvað svo endanlegt. Það er sárt til þess að hugsa að þegar þú hættir að vinna og ætlaðir að fara að njóta efri áranna þá veiktist þú. Pabbi hefur verið ótrúlega duglegur að hugsa um þig alveg fram á síðasta dag og fyrir það á hann á heiður skilið.

Bæta við leslista

Minning - Birgir

Hvað er hægt að segja, sem máli skiptir, þegar sú kona hefur kvatt sem fæddi mig í þennan heim fyrir nærri 55 árum og hefur stutt mig með ráðum og dáð, alla tíð síðan? Að tjá tilfinningar sem vakna á þessum tímamótum er hægara sagt en gert og sumt verður aldrei með orðum tjáð.

Bæta við leslista

Minning - Andri Dagur og Daníel Fannar

Amma okkar falleg, kát og skemmtileg. Í Öskjuhlíðinni, gangandi með mér og afa. Alltaf var gaman í heimsókn hjá ömmu og afa í Stórholtinu. Nú líður ömmu vel á góðum stað og alltaf gott að vita að hún fylgist með okkur.

Bæta við leslista

Minning - Garðar Aron

Lífið manns hratt fram hleypur,

Bæta við leslista