no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhanna Kristín Ingimundardóttir Birnir

Fylgja minningarsíðu

15. febrúar 1930 - 28. apríl 2024

Andlátstilkynning

Kona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jóhnna K. Ingimundardóttir Birnir, Árskógum 6, Reykjavík. Lést á Hrafnistu Laugarási, 28. apríl.

Útför

10. maí 2024 - kl. 15:00

Útför Jóhönnu fer fram frá Seljakirkju, 10. maí 2024, klukkan 15.

Aðstandendur

Einar Birnir, Þórunn K. Birnir, Sigurður J. Sigurðsson, Björn Birnir, Inga Dóra Björnsdóttir, Magna Fríður Birnir, Þorkell Guðbrandsson, Bryndís Birnir, Ólafur Guðmundsson, Ingimundur Birnir, Elín B. Heiðardóttir, Jóhanna K. Birnir, David Waguespack og öll ömmubörnin.

Töfrar í hversdeginum

Ég loka augunum og fer 40 ár aftur í tímann, ég sit í fanginu á Jóhönnu ömmu minni og nöfnu. Þétt, hlýtt og mjúkt fangið og ég er örugg og ég efast ekki um hversu dýrmæt ég er. Af ömmu skein þetta fallega bjarta ljós. Hún kunni að búa til töfra úr hversdeginum. Það var hennar ofurkraftur. Ég á svo margar fallegar minningar af ömmu og þær fylla hjarta mitt og gleðja. Við áttum svo margt sameiginlegt, amma var hrifnæm og elskaði að syngja, hún elskaði að hlusta á karlakór, hafði unun af fallegum fötum, tísku, skartgripum, blómum, list og hönnun. Enda lék allt í höndunum á henni - hún var listamaður og fagurkeri. Allt sem hún snerti varð fallegra hvort sem það var munur eða manneskja. Hún kenndi mér að líta alltaf á björtu hliðarnar, að sjá fegurðina, að gefast aldrei upp, að standa með sjálfri mér, að hafa trú á eigin getu, að bera höfuðið hátt, að þora að skarta mínu fegursta og það sem er hennar stærsta arfleifð - að setja börnin alltaf í fyrsta sæti. 

no image

Bæta við leslista

Elsku Amma

Takk fyrir þínar mjúku öruggu hendur sem leiddu okkur inn í ævintýrin, héldu utan um okkur á meðan þú sagðir sögur, fórst með vísur og útbjóst dýrindis veislumat og bakkelsi af bestu sort. 

no image

Bæta við leslista

Mamma mín

Mamma mín.

no image

Bæta við leslista

Amma Jóhanna

Falleg, góð, fagurkeri og félagsvera með kímnigáfu.

no image

Bæta við leslista

Gleym-mér-ei

Gleym-mér-ei Brosið sem er límt í minni mínu Augun glitrandi Ástin í lífi þínu

no image

Bæta við leslista

Minningar um móður okkar Jóhönnu K. Ingimundardóttur Birnir, 10 maí, 2024.

Við systkynin minnumst þess iðulega hvað hún mamma var alltaf dugleg að leika við okkur, jafnvel þó að hún sæti við sauma eða væri að laga mat. Hún gat alltaf fundið eitthvað skemmtilegt að gera. Við lærðum af henni að allt getur orðið að leikföngum, búsáhöld, tómar flöskur og jafnvel kaldar kartöflur. Þær má kreista þangað til að þær spýtast út á milli fingranna. Og þegar við sátum hjá henni við leik, eða að vinna heimaverkefnin okkar, þá kenndi hún okkur ógrynni af vísum og ljóðum. En hún kenndi okkur líka að vera alltaf að forvitnast um heiminn og finna nýjan leik til að gera hann skemmtilegan.

Bæta við leslista

Minningarorð um Jóhönnu Kristínu Birnir

Nú hefur Jóhanna Kristín tengdamóðir mín til nær fimmtíu ára, hvatt þennan heim og haldið á nýjar slóðir.

Bæta við leslista