no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

10. janúar 1934 - 16. janúar 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Nanna frá Æsustöðum lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt sunnudags 16. janúar

Útför

28. janúar 2022 - kl. 15:00

Jarðsungið verður frá Breiðholtskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 15. Jarðsett verður í Þingeyrarkirkjugarði í Austur-Húnavatnssýslu. f

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Þóranna Sigurbjörg Sverrisdóttir, Magnús Alfreðsson Haraldur Bjarnþór Sverrisson Sverrir Þór Sverrisson, Margrét Jóhannsdóttir fósturbörn, barnabörn og barnabarnabörn

Elsku amma

Elsku hjartans amma, takk fyrir allt sem þú varst okkur. Betri amma er vanfundin. Að koma til þín í Hamraborgina og síðar í Mjóddina var eins og að koma heim. Alltaf tekið vel á móti manni, gotterí og spurt hvort við vildum ekki grípa í spil. Þú varst óskaplega barngóð og með ótrúlegum hætti gastu séð um stóran barnahóp og hækkaðir aldrei röddina og bannaðir aldrei neitt, þó var enginn nokkurn tímann óþekkur hjá þér. Það var alltaf gaman að eyða tíma með þér og þú lést eftir okkur allt mögulegt, þó þú sjálf hefðir ekkert gaman af því, eins og að fara í bíó og í Kringluna. Það sést best hvað þú varst í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinunum að við sváfum öll þrjú uppí hjá þér í næturgistingum. Við þökkum fyrir allt spjallið í gegnum árin, hjá ömmu mátti ræða allt.

Bæta við leslista

Elsku besta mamma mín

Í dag kveð ég þig yndislega mamma mín sem mér þykir svo undur vænt um. Kletturinn okkar í stórfjölskyldunni sem varst alltaf boðin og búin að hjálpa og létta undir með öðrum. Þú varst mikil hannyrðakona og varst búin að prjóna heil óskup af lopapeysum, sokkum og vettlingum í gegnum tíðina. Ég man þú sagðir mér að þú hefðir prjónað fyrstu lopapeysuna 10 ára gömul og þú varst svo spennt yfir prjónaskapnum að þú gast varla farið að sofa á kvöldin. En þrátt fyrir allan þennan prjónaskap alla ævi þá hafðir þú aldrei prjónað lopapeysu handa sjálfri þér, en það var eitthvað svo mikið þú alltaf að hugsa fyrst og fremst um að hlúa að og gleðja aðra. Þér þótti innilega vænt um æskustöðvar þínar í Norðurárdalnum og þú sagðir okkur oft hvað það var gott að eiga heima í torfbænum á Skúfi, þú sagðir að í minningunni finndist þér eins og það hefði alltaf verið sólskin á Skúfi.

Bæta við leslista