no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhann Sigurður Hallgrímsson

Fylgja minningarsíðu

4. apríl 1945 - 26. desember 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Sigurður Hallgrímsson lést á Landsspítalanum Fossvogi 26.desember útförin fer fram í kyrrþey

Útför

Útför fer fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Gréta Ingólfsdóttir Kr. Arnar Sigurðsson - Racquel Sigurðsson Hallgrímur I. Sigurðsson - Hildur Stefánsdóttir Þór Sigurðsson - Hildigunnur Jónsdóttir Inga Rós Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug, vináttu og heimsóknir síðustu daga.

Minning

Elsku hjartans pabbi minn kvaddi okkur á annann í jólum við sólarupprás. Veðurblíða úti og ég horfi út um gluggann á hvítu fönnina breiða út faðm sinn, dansandi sólargeislarnir færa sig hægt á leið sinni yfir fjöllin, húsin og gróðurinn alla leið inn til okkar þar sem ég horfi á þig sjúkan og örmagna. Ég hugsaði þessi fallegi dagur og þessi fallegi maður að fara of fljótt með harminn í brjósti mér.

Bæta við leslista

Kveðja

Elsku Siggi minn nú er komið að kveðjustund , ég trúi því varla  það er svo óraunverulegt þú varst svo fullur af lífi og gleði þegar að ég heimsótti ykkur Grétu frænku í haust  svo hress og kátur eins og alltaf en nú eru farinn í sumarlandið. Siggi var hávær og fyrirfeðamikill í framkomu , alltaf stutt í glens og grín og hlátrasköll en samt svo hlýr maður með hjartað á réttum stað. Ég get fullyrt að fáir menn voru kraftmeiri og hjálpsamari en Siggi ..hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa ef með þurfi eins og þegar að við Rúnar vorum að reisa bústaðinn okkar þá stóð ekki á honum Sigga að bjóða okkur aðstoð og var kominn um leið og beðið var um til að hjálpa okkur..og alltaf  var hann til í allt eins og að hendast norður yfir heiðar með steikina á grillið í sömu andrá og ég bað þau um að koma og vera með okkur fyrir norðan í fríi ekki vafðist það fyrir þeim Grétu og Sigga að eiga góðar stundir með okkur og njóta lífsins sem best , það kunnu þau. Ég hef verið svo lánsöm að Gréta og Siggi hafa æfinlega  verið stór partur af lífinu mínu og fyrir það er ég svo þakklát . Siggi var alveg einstakur maður sem verður sárt saknað..Guð gefi ykkur öllum styrk elsku Gréta mín og fjölskylda   Samúðarkveðja Kristín og Rúnar

Bæta við leslista