no image

Fylgja minningarsíðu

James Joseph Dempsey

Fylgja minningarsíðu

16. október 1953 - 8. maí 2002

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Eiði Arnarsyni og fjölskyldu, áður birt í Mbl.

Kynni mín af James hafa kennt mér að hugtakið tími er afstætt fyrirbæri. Kynni okkar, sem eingöngu stóðu í rúm tvö ár, eru samt eins og við höfum þekkst alla ævi. Það er erfitt að skýra það en þannig er það. Allt frá fyrstu kynnum höfum við haft mikið samband, unnið saman, stofnað saman fyrirtæki, farið utan á ráðstefnur, farið saman að veiða og síðast en ekki síst talað mikið saman og skemmt okkur konunglega þennan tíma. James var einstaklega fróður og þrá hans til að vita meira var þvílík að fáir geta fetað í fótspor hans, hann var gífurlega víðlesinn og því hafsjór af fróðleik nánast á hvaða sviði sem var.

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðna Einarssyni og fjölskyldu, áður birt í Mbl.

James Joseph Dempsey kom hingað til lands sem ferðamaður fyrir um áratug. Hann kynntist þá Guðrúnu Markúsdóttur, heimasætu í Langagerði í Hvolhreppi, og tókust með þeim ástir.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sigurmundi og Unni, áður birt í Mbl.

Á stundu sem þessari er gott að geta litið aftur og hugsað með hlýhug til samverustundanna sem ég átti með vini mínum Jim. Þegar tíminn sem við þekktumst er skoðaður, stendur upp út minning um duglegan mann sem kom úr öðrum heimshluta og annarri menningu og þurfti að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Jim gerðist bóndi á íslenskum sveitabæ sem voru mikil umskipti frá fyrri störfum.

Bæta við leslista