no image

Fylgja minningarsíðu

Jakobína Anna Karlsdóttir Olsen

Fylgja minningarsíðu

13. nóvember 1956 - 19. apríl 2021

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Anna Olsen

Elsku mamma. Hvorki eru til nægilega stór né sterk orð sem lýst geta hversu mögnuð kona þú varst og hversu sár sorg okkar er. Líkami þinn svo örþreyttur og smár þráði hvíld og náð. Sál þín þráði að komast aftur heim í ljósið og skil ég það svo vel.

Bæta við leslista

Konan mín Jakobína Anna Olsen

Þann 9. desember 1973 var upphaf sólarinnar í mínu lífi en það kvöld kynntist ég konunni minni. Frá þeirri stundu vorum við óaðskiljanleg. Við giftum okkur 7. júlí 1974 og hefðum því átt 47 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári, en forlögin hafa kippt í spottann og sólin er sest í sálu minni.

Bæta við leslista