no image

Fylgja minningarsíðu

Ísleifur Gíslason

Fylgja minningarsíðu

14. ágúst 1946 - 22. desember 2023

Andlátstilkynning

Elsku Ísleifur Gíslason okkar, fæddur 14. ágúst 1946, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að kvöldi 22. desember 2023.

Útför

5. janúar 2024 - kl. 15:00

Útför er frá Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 15 föstudaginn 5. janúar 2024. Bálför fer fram síðar. Hvílustaður eru hólarnir í Sólland í Fossvogi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.

Aðstandendur

Arndís Borgþórsdóttir. Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, Styrmir Sigurðsson, Ragnhildur Ísleifsdóttir, Ásta Ruth Ísleifsdóttir. Hildigunnur Halldóra Hallgrímsdóttir Thorsteinsson, Edda Lind Styrmisdóttir, Salka Sól Styrmisdóttir, Sunna Herborg Chan Styrmisdóttir, Högna Sólveig Styrmisdóttir. Arndís María Ólafsdóttir, Ísold Birta Ragnhildardóttir. Íris Ósk Steingrímsdóttir, Auður Embla Steingrímsdóttir. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, James Daniel Ellis. Gísli Ísleifsson, Fjóla Karlsdóttir. Finnbjörn Gíslason, Sigríður (Sirry) Gísladóttir Robinson, Örn Tryggvi Gíslason, Karl Gísli Gíslason, Sigurður Kolbeinn Gíslason, Guðrún Helga Gísladóttir, Kristín J. Ellis, Ruth Dora Ellis, Marta Ellis Kellam, Jenny Lynn Ellis.

Þakkir

Aðstandendur þakka starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands góða umönnun og hlýju og þakka hjartanlega vináttu og samúð.

Minningargrein um Ísleif Gíslason jarðsunginn 5. jan. 2024

Hvernig skrifa ég minningargrein um elsta bróður minn, sem var jafnframt minn ævilangi besti vinur þrátt fyrir að við höfum ferðast hver sína leið síðastliðin 76 ár? Ég hef velt þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að minningarnar hljóta að snúast um okkur báða og jafnvel einhverja aðra sem við höfum verið samferða mislengi.

Bæta við leslista

Pabbi minn

Mér þykir erfitt að minnast hans pabba míns. Ég hef alltaf átt hann að og haldið að þannig yrði það alltaf. Get ekki trúað því núna að hann sé farinn, alveg eins og ég skildi ekki fyrr en alltof seint að hann væri ekki eins sterkur og klár í allt og áður þegar hann missti heilsuna smátt og smátt. Hann var næstum dáinn aftur og aftur, fyrstu alvarlegu veikindin voru strax árið 2003. Þá slapp hann með slæman skrekk. Og við fjölskyldan.

Bæta við leslista