no image

Fylgja minningarsíðu

Irene Meslo

Fylgja minningarsíðu

13. janúar 1963 - 15. nóvember 2023

Andlátstilkynning

Irene Meslo lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 15. Nóvember 2023

Útför

8. desember 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram í Akureyrar kirkju 8. Desember 2021

Aðstandendur

Sonur. Andre Sandö Tengdadóttir. Halldóra Hlíf Hjalltadóttir Barnabarn. Tristan Rökkvi Andreson

Minningarorð. Irene Meslo fædd 13. janúar 1963 dáin 15. nóvember 2023.

Ég trúi á ljós sem lýsir mér, á von og kærleika , þessi texti hljómaði í höfðinu mínu síðustu dagana þína og lýsir dálítið þér og þínum persónuleika. Þú varst kærleikurinn og ljósið sem skein til allra sem í kringum þig voru. Það var mikil lukka að hafa kynnst þér og að fá þig inn í fjölskylduna okkar og mikið hefðum við óskað þess að fá að hafa þig lengur á þessari jörð. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það var aðdáðunarvert að fylgjast með æðruleysinu og kærleikanum sem þú sýndir í þessum erfiðu veikindum. Hver dagur tekin fyrir í einu, engar áhyggjur af næsta degi hvað þá næstu viku. Sannarlega hef ég lært af því að lifa hvern dag í einu og jafnvel eins og þann síðasta, því það er ekkert sjálfgefið í þessu lífi. Leiðir okkar láu saman þegar André og Halldóra dóttir mín kynntust, svo eignumst við báðar okkar fyrsta barnabarn hann Tristan Rökkva og um leið tengdumstum við sterkum fjölskylduböndum. Við ræddum það einmitt að það væri ekki sjálfgefið að ná svona vel saman og líða eins og við hefðum alltaf þekkst. Þegar leið þín lá til Akureyrar reyndum við alltaf að hittast, borða saman og eiga góðar stundir og þær reyndust mjög dýrmætar og koma til með að lifa með okkur áfram. Við hjónin fórum reglulega í heimsókn á Djúpavog og hefðu þær ferðir mátt vera mikið fleiri. Þar fórum við á hverju hausti saman til berja og svo var sultað og saftað og yfirleitt langt umfram það sem þurfti en við höfðum gaman af þessari samveru. Við skoðuðum umhverfið og ræddum tenginguna þarna við náttúruna, kyrrðina, notalegheitin einnig nægjusemina og fegurðina og þá skildi ég mikið betur afhverju þér leið svona vel á Djúpavogi, orkan dásamleg og maður kom alltaf endurnærður heim. Þú talaðir um að þú vissir að André yrði umvafin af stóru tengdafjölskyldunni og þú hefðir ekki áhyggjur og við munum sannarlega umvefja hann, Halldóru og Tristan Rökkva þeim kærleika sem við getum. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma og þær dýrmætu stundir og ár sem við áttum og fengum að hafa þig hér á jörð, góðu og hlýju minningarnar um þig lifa með okkur áfram.

no image

Bæta við leslista