no image

Fylgja minningarsíðu

Ingvi Þ. Þorsteinsson

Fylgja minningarsíðu

28. febrúar 1930 - 28. mars 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ingvi Þ. Þorsteinsson náttúrufræðingur lést á skírdag, þann 28. mars á Hjúkrunarheimilinu Grund.

Útför

10. apríl 2024 - kl. 13:00

Útför fer fram í Háteigskirkju, miðikudaginn 10. apríl 2024 klukkan 13:00

Aðstandendur

Inga Lára Guðmundsdóttir Ellen M. Ingvadóttir - Þorsteinn Kragh Gyða M. Ingvadóttir - Sigþór Óskarsson Anna St. Ólafsdóttir - Stefán S. Stefánsson Kristín Ingvadóttir - Bjarni Bragi Kjartansson Nanna Hlíf Ingvadóttir - Páll Valsson barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Innilegar þakkir til starfsfólks og vina Ingva á hjúkrunarheimilinu Grund.

Ingvi Þ. Þorsteinsson

Minningargrein um Ingva Þ. Þorsteinsson, jarðsettur þ. 10.4.2024

no image

Bæta við leslista

Ingvi Þorsteinsson

Ingvi Þorsteinsson var óvenjulegur karlmaður af sinni kynslóð, opinn og einlægur, og talaði um tilfinningar, bar þær jafnvel utan á sér. Hann var forvitinn og kappsamur, eldhugi og gæddur drift, og því stundum hvatvís og óþolinmóður, eins og slíkir menn eru stundum, hlutirnir þurftu að gerast strax og helst í gær, og stundum fór hann fram úr sér í ákaflyndi sínu. En jafnharðan var hann reiðubúinn að biðjast afsökunar og játa að hann hefði farið of geyst. Og hringdi kannski tvisvar til þess að hnykkja á því. Enginn maður var heldur örlátari á þakkir og hrós en Ingvi, sem hringdi amk. tvisvar til þess að þakka fyrir matarboð, „besti matur sem ég hef bragðað“. Sama gerðist ef maður gerði honum greiða, jafnvel smæstu viðvik kölluðu á miklar þakkir. Einhvern tíma fór ég á bókasafn og rétti honum nokkrar bækur til þess að hafa með sér á sólarströnd, og það var eins og ég hefði bjargað honum úr lífsháska – „aldrei vitað þvílíkan vinarhug“. Þetta fölskvalausa hrifnæmi var mikilvægur dráttur í hans mikla sjarma. Og á aðfangadag breyttist hann í lítinn dreng sem beið manna spenntastur eftir pökkunum.

no image

Bæta við leslista

Hvað segir Geðmundur?

Hvað segir Geðmundur?

Bæta við leslista

Ein­stak­ur vin­ur og sam­starfsmaður minn

Ein­stak­ur vin­ur og sam­starfsmaður minn er lát­inn, en bjart­ar minn­ing­ar um ynd­is­leg­an atorku­mann lifa áfram í huga mín­um. Margs er að minn­ast þegar litið er yfir far­inn veg nær sex­tíu og þriggja ára sam­skipta. Ég minn­ist sam­veru­stunda og sam­skipta með söknuði og virðingu. Það var mér mik­ill heiður að fá að starfa með Ingva og eiga við hann sam­skipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traust­ur vin­ur, hreinn og beinn og frá hon­um stafaði mik­il innri hlýja.

Bæta við leslista

Frá Ásgeiri og Sirrý

Enn einn kær vin­ur er lát­inn, Ingvi Þ. Þor­steins­son nátt­úru­fræðing­ur, 94 ára að aldri. Þetta er gang­ur lífs­ins, því eldri sem maður sjálf­ur verður, því fleiri hverfa frá manni. En góð vinátta hverf­ur ekki, minn­ing­arn­ar lifa á meðan við and­ann drög­um. Minn­ing­ar um Ingva eru all­ar um frá­bær­an mann, fræðimann, skemmti­leg­an mann, glaðvær­an söngv­ara, úti­vist­ar­mann, nátt­úru­unn­anda, íþrótta­mann, fjöl­skyldu­mann og góðan og traust­an vin.

Bæta við leslista

Minning um góðan vin og yfirmann

Mig lang­ar í nokkr­um orðum að minn­ast góðs vin­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­manns míns í gróður­korta­gerðinni á Rala til fjölda ára. Fljót­lega eft­ir að henni var hrundið af stað árið 1955 tók Ingvi við stjórn henn­ar og stýrði í meira en þrjá ára­tugi. Ingvi réð mig til starfa vorið 1976 en tveim­ur árum fyrr var samþykkt á Þing­völl­um sér­stök fjár­veit­ing sem nefnd var Þjóðar­gjöf­in og gróður­korta­gerðin naut góðs af því.

Bæta við leslista

til pabba fá Gyðu

Föður­minn­ing

Bæta við leslista

„Á ég að kýla þig haus í skalla?“

„Á ég að kýla þig haus í skalla?“ sagði afi. „Það held ég varla,“ svör­um við fliss­andi en hann kenndi okk­ur það svar fyr­ir svo löngu að við mun­um ekki eft­ir að hafa lært það.

no image

Bæta við leslista

Frá Þorvaldi Jónassyni

Vel man ég fyrsta fund okk­ar Ingva. Það var í Rétt­ar­holts­skóla haustið 1964. Ég var nýráðinn en Ingvi var þar stunda­kenn­ari – kenndi lands­prófsnem­end­um nátt­úru­fræði einn tíma í senn, þris­var í viku. Einn morg­un­inn vatt hann sér að mér og spurði snöf­ur­mann­leg­ur hvort ég gæti eitt­hvað í badm­int­on – það vantaði fjórða mann­inn í liðið hans. Allt gekk þetta eft­ir eins og til var stofnað. Við fé­lag­arn­ir ásamt Bergi Jóns­syni og Sig­urði Ásmunds­syni lék­um sam­an badm­int­on í ára­tugi. Margt annað fylgdi fljót­lega með; veiðiferðir, mat­ar­boð, skákiðkun, tón­leik­ar og sum­ar­bú­staðaferðir. Strax settu eig­in­kon­urn­ar sterk­an svip á hóp­inn.

Bæta við leslista

Kveðja til föður

hinsta kveðja

Bæta við leslista

Frá Kristjönu Guðm. Motzfeld

Vin­ur minn Ingvi Þor­steins­son lést á skír­dag. Fáir ef nokk­ur hef­ur haft eins mik­il áhrif á lífs­hlaup mitt og Ingvi. Sum­arið 1973 kynn­ist ég Ingva þegar ég hleyp í skarðið fyr­ir vin­konu mína Ásdísi Hafstað í ferð á Hofstaðsör­æfi. Ferðafé­lag­ar voru Hauk­ur Hafstað, Grét­ar Guðmunds­son, Ingvi Þor­steins­son og Sveinn Hall­gríms­son. Við gist­um í Lauga­felli á Fjöll­um. Þetta var fyrsta ferð mín á há­lendi Íslands. Hér urðu ör­lög mín ráðin, nátt­úra Íslands og síðar Græn­lands urðu minn starfs­vett­vang­ur.

no image

Bæta við leslista