no image

Fylgja minningarsíðu

Ingveldur Geirsdóttir

Fylgja minningarsíðu

19. nóvember 1977 - 26. apríl 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning - Kiddi

Inga mín, það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig. Manstu þegar við hittumst fyrst á dansgólfinu fyrir næstum 22 árum. Þú varst eitt með tónlistinni eins og að hún væri töfraklæði sem enginn sá, en varð hluti af þér. Við áttum okkar sumar þarna um árið og tókum svo pásu í nokkur ár. Lengi varstu í huga mér sem sú sem ég missti af. Nokkur ár urðu 16 og þá sá ég þessi augu þín aftur og gat ekki sleppt þér aftur. Við blönduðum saman okkar hóp og bættum við betur og úr varð sex manna fjölskylda, og mínir bestu stundir. Ég er svo óendanlega þakklátur þeim tíma sem við fengum saman. Allt sem þú snertir varð betra á eftir. Nú ert þú aftur sú sem ég missti af.

no image

Bæta við leslista