no image

Fylgja minningarsíðu

Ingunn Ólafsdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. október 1948 - 7. nóvember 2022

Andlátstilkynning

Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingunn Ólafsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 7. nóvember.

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Lovísa Bylgja Kristjánsdóttir Anna Björg Kristjánsdóttir Ívar Smári Reynisson Jóna Benný Kristjánsdóttir Kristinn Justiniano Snjólfsson Friðrik, Inga Kristín, Áróra Dröfn, Selma Ýr og Kristján Reynir.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjólgarðs, félagsþjónustu Hornafjarðar og öðrum sem komu að umönnun Ingu.

Esku Inga amma

Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að amma mín væri blind, hún gat samt gert allt það sama og við hin, hún fór í sund, hjálpaði til við uppvaskið, prjónaði allt milli himins og jarðar, hringdi út um allan bæ og gat sett á sig varalit án þess að hann færi útfyrir sem ég get með engu móti gert nema fyrir framan spegil. Þó að hún væri blind var hún samt alltaf fyrst að taka eftir því að maður hefði farið í strípur eða væri í fallegum bol. Hún var líka alltaf vel til fara hún amma, hárið alltaf upp spreyjað, með fallegt hálsmen og eyrnalokka, í sínu fínasta dressi og ekki má gleyma nöglunum sem voru aldrei án naglalakks. Alltaf þegar ég kom til hennar spurði hún „hver er komin?“, alltaf svaraði ég „þetta er nú bara ég“, þá kom „er þetta Inga, elsku kerlingin mín“. Mér þótti alltaf svo vænt um að hún þekkti mig. Þó hún hafi aðeins ruglað okkur barnabörnunum saman þá þótti henni afskaplega gaman að fá okkur í heimsókn til sín og gefa okkur nóakropp og pepsi max. Við gátum hlegið mikið saman af öllu milli himins og jarðar en þó aðalega af óhöppum hennar, ófáir símar sem enduðu á ýmsum stöðum, átti það til að hringja aftur og aftur að reyna að ná sambandi við Önnu eða Jónu en alltaf var það bara ég á línunni("Ert þetta ennþá þú Inga mín?"), hún reyndi oftast að sjá húmorinn í þessu öllu saman. Maður sá líka alltaf þegar amma var mætt í veisluna þegar helmingurinn af fólkinu var með varalit á kinninni.

no image

Bæta við leslista

Frá Sigrúnu Benediktsdóttur

Þegar horft er yfir farinn veg með hækkandi aldri lærum við æ betur að meta hin raunverulegu gildi lífsins, hvað það er sem skiptir máli og hversu lítils virði hitt reyndist sem aðeins var sókn eftir vindi.

Bæta við leslista

Til elsku Ingu

Elsku Inga mín, mig langaði að senda þér hinstu kveðju og þakka þér fyrir allt.

Bæta við leslista

Elsku mamma <3

Elsku hjartans mamma mín, mikið sem lífið getur verið ósanngjarnt og þú fékkst aldeilis þinn skerf af því. Þegar þú veiktist fyrir 25 árum síðan vissi maður ekki hvernig ætti að tækla svona veikindi og maður veit það í rauninni ekki ennþá. Þú fórst, að því er við fjölskyldan best vissum, heilsuhraust, í smávægilega aðgerð en komst út af sjúkrahúsinu með mikinn heilaskaða og m.a. blind… og svo hélt lífið áfram og allir reyndu að láta sem ekkert væri. Mikið sem þetta var sárt allan þennan tíma og erfitt að sætta sig við og er ennþá. Mig langar þó að setja sorgina yfir þessum örlögum og missinum til hliðar og draga fram eitthvað af þeim fjölmörgu góðu minningum um fagurkerann og hæfileikabúntið sem þú varst.

no image

Bæta við leslista

Sofðu rótt

Elsku mamma

no image

Bæta við leslista

Minning um Ingunni Ólafsdóttur frá Gerði G. Óskarsdóttur

Elsku Lovísa Bylgja, Anna Björg og Jóna Benný og fjölskylda Ingunnar frænku minnar, sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur við andlát hennar. Þegar ég fylgdist með jarðarförinni í streymi í gær rifjaði ég upp okkar fyrstu kynni. Ég vissi framan af ævinni af Ingu frænku í Hornafirðinum því ég man vel að amma okkar, Kristrún, sendi henni jólagjafir hver jól. En mér fannst Inga svo óskaplega langt í burtu og margar óbrúaðar jökluár milli okkar. En þegar ég óx úr grasi og heimsótti Hornafjörðinn í fyrsta sinn, rétt eftir að Hornafjarðarfljót var brúað, ákvað ég að leita uppi þessa frænku mína. Vissi að hún bjó á Kálfafelli og fór þangað og bankaði upp á. Mér var vísað á Ingu úti á túni þar sem hún var að raka. Ég fór rakleitt til hennar, hún þá 15 eða 16 ára gömul og ég eilítið eldri. Ég kynnti mig og færði henni gjafir frá föðursystrum hennar, Jónu móður minni, og Gullu. Það urðu fagnaðarfundir þarna á túninu og mér finnst við hafa orðið vinkonur upp frá því. Hún kom skömmu eftir þetta í heimsókn til Reykjavíkur og kynntist föðurfjölskyldu sinni. Síðan fór ég ekki um Hornafjörð án þess að líta við hjá Ingu og Kidda í Dilksnesi, ekki síst á þeim árum sem ég sjálf bjó á Austurlandi, fylgdist með myndarlegu dætrunum vaxa og dafna, dáðist af fallegu handavinnunni og vel hirta garðinum, kom líka við hjá Ingu í Kaupfélaginu. En með tímanum fækkaði ferðunum, en ég heyrði frá Ingu, áföllum hennar og veikindum. Við létum jólakortin tengja okkur saman. Á síðasta fundi okkar fyrir nokkrum árum var af henni dregið, en dillandi hláturinn hennar hljómar í eyrum mér. Megi ljúfar minningar um mæta konu ylja í sorginni.

Bæta við leslista