no image

Fylgja minningarsíðu

Ingibjörg Sigurðardóttir

Fylgja minningarsíðu

12. desember 1965 - 16. febrúar 2023

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir, mágkona og frænka lést í faðmi fjölskyldunnar eftir skammvinn veikindi þann 16. febrúar. Útförin fór fram 2. mars 2023

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir - Christian Dubosse Þorgeir Logason - Sara Karlsdóttir Andreassen Logi Karl Þorgeirsson Sigríður Kolbrún Bjarnad. - Guðmundur Aronsson Anna Rósa Parker - Shanga Parker Embla Bára Sveinsdóttir - Dale Eisinger Ragnhildur Guðmundsdóttir - Sigurður Ingi Erlingsson Sirrý Inga, Guðmundur og Egill Sigurðarbörn Aron Ingi Guðmundsson - Catia Andreia de Brito Adam Freyr Aronsson Jens Sigurðsson, Sigurlaug Lísa Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra.

Elsku mamma mín

Ég mun sakna þín óendanlega mikið.

Bæta við leslista

Elsku tengdamamma

Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, elsku tengda­mamma mín, svo ósann­gjarnt. En ég er svo þakk­lát fyr­ir árin sem við feng­um sam­an og að hafa fengið að sjá þig blómstra í ömmu­hlut­verk­inu. Það að hafa kynnst Þor­geiri syni þínum var lífs­ins lukka og að fá þig sem tengda­mömmu var ómet­an­legt. Þú varst með stærsta hjartað í þess­um heimi, hjálp­söm, þol­in­móð, já­kvæð og góð, og þú sett­ir fjöl­skyld­una þína alltaf í fyrsta sæti. Það sem þú dekraðir við okk­ur alla daga. Logi Kalli elskaði að fá að gista hjá ömmu sinni þar sem var sungið, dansað, helgið, kúrt og leikið all­an dag­inn. Hann kom alltaf heim klár­ari og bú­inn að læra eitt­hvað nýtt. Þú kennd­ir hon­um svo margt. Rétt áður en þú kvadd­ir þenn­an heim þá kennd­irðu hon­um alla lit­ina á einu kvöldi. Það er eng­inn eins og þú Inga, ást­in og um­hyggj­an sem þú veitt­ir öll­um í kring­um þig og smit­andi hlát­ur­inn þinn gerði lífið lit­rík­ara. Þú toppaðir Jamie Oli­ver í eld­hús­inu, varst al­gjör fag­ur­keri og heim­ilið þitt var ávallt hlý­legt og fal­legt, al­veg eins og þú. Við mun­um alltaf minn­ast þín og elska þig, því þú munt ávallt vera í hjört­um okk­ar og fylgja okk­ur í gegn­um lífið. Barna­börn­in sem eru vænt­an­leg í ág­úst næst­kom­andi munu fá að kynn­ast þér svo vel í gegn­um okk­ur og sög­urn­ar um ömmu Ingu. Ég ætla að gera mitt besta að verða meira eins og þú, því þú varst og ert svo mik­il fyr­ir­mynd. Ég hlakka til sum­ars­ins því blóm­in, græna grasið, su­mar­kvöld­in og sól­in minna mig á þig. Þú verður alltaf sól­ar­geisl­inn okk­ar.

Bæta við leslista

Elsku amma, engillinn minn

Nú er vor í lofti og sól­in hækk­ar.

Bæta við leslista

Elsku Inga mín, elsku stóra syst­ir.

Þegar ég skrifa þessi orð þá trúi ég ekki að þú sért far­in. Þetta gerðist alltof snögg­lega, það er í raun ekki hægt að reyna að skilja svona lagað. Í stað sam­veru­stunda hér í raun­heim­in­um verð ég að láta mér duga að heyra þinn ynd­is­lega, smit­andi hlát­ur í hug­ar­heimi mín­um. Hlát­ur­inn og brosið þitt lif­ir, þessi húm­or, þess­ar sög­ur sem eng­inn heyrði al­menni­lega því þú hlóst svo mikið. Og aðrir hlógu með, útaf hlátr­in­um þínum og leik­ræn­um til­b­urðum. Stund­um reynd­ir þú að byrja á sömu sög­unni ansi oft, en end­ir­inn lét bíða eft­ir sér, því þú engd­ist um grát­andi úr hlátri, eld­rauð í fram­an, með aug­un pírð. Fyrr en varði voru all­ir í her­berg­inu farn­ir að velt­ast um af hlátri. Svona man ég eft­ir þér og svona mun ég alltaf muna eft­ir þér. Og það skipti engu máli hvernig end­ir­inn á sög­unni var. Það sem skipti máli var að sjá þig svona. Það var hápunkt­ur sög­unn­ar og það sem ég hlakkaði alltaf til þegar þú byrjaðir sögu­stund­ina. Já, þótt klippt væri á end­inn á sög­un­um þínum þá voru þær ekki síðri, en það að klippt hafi verið á þína sögu ger­ir til­ver­una verri og lit­laus­ari.

Bæta við leslista

Lína Lang­sokk­ur okk­ar lífs

Mig vant­ar bara hest­inn á sval­irn­ar, sagði Inga – Lína Lang­sokk­ur okk­ar lífs og elst okk­ar systkin­anna – en það var bara svo erfitt að finna svona dopp­ótt­an. Hún var hinn frjálsi andi og prakk­ari sem fór sín­ar eig­in leiðir – eins kon­ar ei­lífðarbarn – og hefði því al­veg eins getað verið yngst okk­ar. Hún skildi þannig vel hvað börn­um fannst skemmti­legt og blómstraði í ömmu­hlut­verk­inu. Hún var nátt­úru­afl – ber­fætt all­an árs­ins hring – gerð úr öðru efni en aðrir. Hún gæti vel hafa sofið með fæt­urna á kodd­an­um eins og Lína – a.m.k. réð hún sér sjálf og lét eng­an segja sér hvernig hún ætti að haga lífi sínu. Hún sagðist skamma sig sjálf þegar hún væri óþæg. Við viss­um að hún var sterk og hefði kannski getað loftað hesti en svo reynd­ist hún sterk­ari en það.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sólhvörfum

Nú er nýliðinn ösku­dag­ur. Gerði það söknuð okk­ar í Sól­hvörf­um enn sár­ari en ella því þá var Ingi­björg svo sann­ar­lega hjartað í starfi skól­ans. Dag­ur­inn er merki­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að öll börn og flest­ir full­orðnir búa sér til bún­inga og þar gegndi hún Ingi­björg lyk­il­hlut­verki í skipu­lagi og fram­kvæmd. Því að hund­ur í baði, súper­mann­kisa, bóf­ar með spritt, ljón og ham­borg­ari er meðal þess sem lifnaði við í lista­smiðjunni í ösku­dagsund­ir­bún­ingi. Það voru eng­ar hindr­an­ir. Papp­ír, efn­is­bút­ar, pallí­ett­ur, plaströr og svo margt fleira öðlaðist nýtt líf sem höfuðföt, brús­ar, sal­at og eyru í sam­starfi Ingi­bjarg­ar og barn­anna. Börn­in skörtuðu síðan stolt fjöl­breytt­um bún­ing­um á ösku­degi enda mik­il vinna að baki.

Bæta við leslista

Minningar frá Jens og fjölskyldu

Þá ert þú far­in elsku syst­ir. Kom­in til himna, til Loga þíns, sam­einuð á ný og þið siglið inn í Sum­ar­landið. Jós­efína hef­ur fundið Napó­leon sinn á ný. Nú eruð þið eitt, hér eft­ir og um ald­ur alda. Örlög­in valda því.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sissu

Hvernig má það vera að þú sért far­in? Bara allt í einu og nán­ast eng­inn aðdrag­andi. Dug­lega, lit­ríka, lífs­glaða syst­ir mín. Það er skrýtið að hugsa til þess að koma aldrei aft­ur í heim­sókn í Ásakór­inn, heyra aldrei aft­ur hlát­ur­inn þinn eða knúsa þig fast. Það var svo margt skemmti­legt og spenn­andi fram und­an hjá þér. Svo margt til að lifa fyr­ir. Lífið er svo skrýtið og óút­reikn­an­legt.

Bæta við leslista

Minningargrein frá Tobbu

Það varð mér reiðarslag að fá þær fréttir að elsku vinkona mín hefði látist og það langt fyrir aldur fram. Við tengdumst órjúfanlegum böndum allt frá upphafi okkar kynna. Við bjuggum saman í nokkur ár með fjölskyldum okkar í tvíbýlishúsinu við Álftröð í Kópavogi sem nú er nýbúið að jafna við jörðu. Við töluðum oft um það, að þetta hefði ekki verið neitt venjulegt sambýli heldur frekar tvær fjölskyldur sem bjuggu saman í einu húsi enda var samgangurinn mikill og þess vegna höfðum við bara oft dyrnar að íbúðum okkar opnar, svona líkt og húsið væri ein íbúð. Ingibjörg var líka leikskólakennari á leikskólanum Skólatröð sem synir mínir sóttu og hún var dásömuð þar eins og annars staðar.

Bæta við leslista