Fylgja minningarsíðu
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Fylgja minningarsíðu
11. ágúst 1927 - 29. janúar 2013
Útför
Útför hefur farið fram.
Kveðjuorð
Að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín, elsku mamma; þá kemur mér fyrst í hug orðið takk. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og af góðum minningum er alveg nóg að taka. Ég minnist sumarsins austur í Berufirði fyrir rúmum 40 árum þar sem þú eldaðir ofan í Rarik-vinnuhóp og svo þegar þú og Nanna frænka komuð á Trabbanum austur að Egilstöðum í sveitina að heimsækja strákinn sinn sem var í kaupavinnu aðeins 15 ára gamall. Ferðalög voru þínar ær og kýr.
Bæta við leslista
Mamma
Icesave-dómurinn og vandamál Landspítalans voru það síðasta sem við mamma skeggræddum, kvöldið áður en hún lést. Mamma lét sig allt varða og fylgdist með fréttum beggja sjónvarpssvöðva daglega og rýndi í dagblöðin. Hún hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og tók iðulega stöðu þess er var minni máttar eða átti undir högg að sækja.
Bæta við leslista