no image

Fylgja minningarsíðu

Ingibjörg Bimba Pétursdóttir

Fylgja minningarsíðu

21. september 1948 - 18. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi, lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 18. mars.

Útför

1. apríl 2022 - kl. 13:00

Útför eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar Pétursdóttur, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. apríl kl.13.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Einar Gylfi Jónsson, börn, stjúpbörn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn.

Þakkir

Þakkir til starfsfólks Hrafnistu á Sléttuvegi og Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Þakkir til MS setursins, fyrir að vera mikilvæg kjölfesta í daglegu lífi í mörg ár.

Parkinsonsamtökin
Bimba

Við Bimba urðum vinkonur níu ára í Melaskólanum, og héldum þeirri vináttu alltaf síðan.

Bæta við leslista

Til Bimbu

Fjarvera þín er myrkur

Bæta við leslista

Bimba

Þú ert eins og Keira Knightley á þessari mynd sagði ég við Bimbu fyrir nokkru en hún hafði sett  mynd af sér frá því hún var um tvítugt inn á Facebook. 

Bæta við leslista

Kærleikskveðja til elsku Bimbu

Þau hjónin Bimba og Gylfi komu inn í okkar líf fyrir nokkrum árum þegar börnin okkar Halla og Pétur ákváðu að rugla saman reitum. Það var mikil gæfa að tengjast fjölskyldu þeirra og alltaf gaman og gefandi að hitta þau hjónin og eiga góða stund saman.

no image

Bæta við leslista

Bimba bjútíkvín

Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhalds frænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka.

Bæta við leslista

Til elsku mömmu

Elsku mamma mín,

no image

Bæta við leslista

Kveðja

Elsku Bimba.

Bæta við leslista

Elsku Bimba – Ingibjörg Pétursdóttir

Við byrjuðum að syngja með Bimbu í Léttsveitinni fyrir 27 árum. Hún var eftirherma allra tíma og brandarabúnt, söng og dansaði, lék og margfór yfir alla sína ævisögu og alla þá kima og króka sem hún þræddi á yngri árum. Hún var uppistandari af guðs náð.

Bæta við leslista

Kveðja frá vinkonu.

Elsku hjartans vinkona.

Bæta við leslista

Þegar ég verð stór.....

Ég get með sanni sagt að engin manneskja hefur haft meiri áhrif á líf mitt en hún elsku Bimba mín. Rúmlega tvítug labbaði ég inn á Reykjalund að sækja um starf sem aðstoðamaður iðjuþjálfa og hitti Bimbu í fyrsta sinn. Korteri seinna vissi ég að ég vildi verða Bimba þegar ég yrði stór. Ég hafði aldrei hitt neinn eins og hana og þvílíkur dásemdar kokteill sem hún var. Svo mikill töffari, hippi, húmoristi og umfram allt með stærsta hjartað í húsinu. Það hvernig hún nálgaðist skjólstæðinga sína af virðingu, kærleika og húmor varð mér mikilvægasti skóli sem hugsast gat og er mitt leiðarljós í mínu starfi alla daga. Ég er þakklát fyrir vináttu okkar sem var djúp og falleg öll þessi ár, fyrir skemmtilegustu og alvarlegustu samtölin, fyrir hvatninguna og hrósin sem hún baðaði mig í og fyrir að vera fyrirmynd mín á svo óteljandi vegu. Ég kveð þig elsku vinkona sem ég elskaði svo óskaplega mikið og sendi fallega fólkinu hennar alla mína ást.

Bæta við leslista

Ingibjörg Pétursdóttir

Bimba, skólasystir og kær vinkona til næstum 60 ára er látin. Dýrmætar og skemmtilegar minningar streyma fram. Við hófum nám í Verzlunarskóla Íslands haustið 1963 og útskrifuðust 39 þaðan með stúdentspróf vorið 1969. Það var gaman í skólanum og skemmtilegt félagslíf sem höfðaði sérstaklega til Bimbu enda félagslynd með afbrigðum. Það var aldrei lognmolla þar sem hún var.

Bæta við leslista

Kveðja frá Söru og Þórólfi

Ég var í strætó í Árósum haustið 1973 að spjalla við samlanda minn. Allt í einu svífur á okkur hávaxin dökkhærð stúlka og hreinlega kæfir okkur í orðaflaumi, gjörsamlega yfir sig hrifin að heyra ástkæra ylhýra móðurmálið.

no image

Bæta við leslista