no image

Fylgja minningarsíðu

Ingibergur Þór Kristinsson

Fylgja minningarsíðu

18. desember 1949 - 24. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.

Útför

7. apríl 2022 - kl. 13:00

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingibergur Þór Kristinsson, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13

Sálmaskrá
Aðstandendur

Guðrún Júlíusdóttir, Lárus Kristján Ingibergsson, Amal El Idrissi, Kamilla Ingibergsdóttir, Ingi Þór Ingibergsson, Anna Margrét Ólafsdóttir og barnabörn

Þakkir

Ástvinir þakka auðsýnda samúð og hlýhug og vilja færa starfsfólki heimahjúkrunar í Reykjanesbæ bestu þakkir fyrir einstaka umhyggju og aðstoð.

Minningarorð um pabba

Pabbi minn er dáinn eftir harða báráttu við krabbamein síðastliðið rúmt ár. Hann sofnaði svefninum langa heima hjá sér enda mjög heimakær maður og mikið er ég þakklát fyrir að hann hafi fengið að deyja á fallega, kósy og umvefjandi heimili þeirra mömmu. Ég veit varla hvernig ég á að byrja að lýsa pabba mínum, þessum fallega, góða og sterka manni. Hann kenndi mér svo margt og það er honum og mömmu að þakka að ég er sú manneskja sem ég er.

no image

Bæta við leslista

Minning um mann

Nú þegar minn guðdómlegi bróðir Ingibergur hefur kvatt þessa jarðvist, er ekki laust við að minningarnar streymi fram. Ég kynntist Inga þegar Hinir Demónísku Neanderdalsmenn leituðu að trommuleikara ljósum logum. En sú leit hafði lítinn árangur borðið, vegna mjög svo framúrstefnulegra hugmynda okkar félaganna á tónlistarstefnu sem vafalítið leiddi til þess að þeir, sem þó þorðu að reyna sig, voru snöggir að hypja sig og hafa ekki lítið tónlist sömu augum eftirleiðis - og eru þeir hér með beðnir afsökunar. En Ingi birtist galvaskur eins og frelsandi lukkuriddari, einhverjum plús tuttugu árum eldri en við. Með gráa makkann tekinn saman í tagl, grásprengt skeggið og kringlóttu gleraugun. Og eftir að við höfðum útskýrt á allgóðu mannamáli fyrir Inga lagið - sem innihélt einhverja fimmtán kafla og ýmsar tóntegundir og taktafbrigði, sló Ingi fyrsta taktinn. Ég vildi að ég gæti sagt að hann hefði tekið með okkur flugið í einni svipan og gagnkvæmur skilningur hefði ríkt. En svo var aldeilis ekki. Skelfingarsvipurinn á honum var slíkur, að við engu öðru var að búast en hann ryki á dyr hið fyrsta og hyrfi eins og hinir trommuleikararnir. En Ingi var nú einu sinni þannig gerður, að ef hann stóð frammi fyrir jafn stórbrotnum lífgátum og tónlist Hinna Demonísku Neanderdalsmann var í upphafi, þá bretti hann upp ermar, og fann leið út úr vandanum. Með bros á vör, oftast nær, en svo líka með spurnarsvip. Og hér skal engu logið um það að stundum þurfti margar atrennur og endalausar bollaleggingar til að ná svo mikið sem og einhverjum tökum á viðfangefninu, en Inga tókst það ævinlega á endanum. Og þá var ekki að sökum að spyrja, framlag hans var engu líkt. Hrein og tær snilld. Enda var Ingi góður og æði sérstakur trommari og stíll hans var einstakur. Hæglyndið og ljúfmennskan settu síðan fljótt svip á störf hljómsveitarinnar og kannski má fullyrða að þessi öldungur (eins og við lítum á hann í árdaga, ungu mennirnir), hafi náð að tempra sköpunargáfuna sem vall fram í svo ríku mæli, að engan endi ætlaði að taka. Hljómsveitin tók upp á því að leika kannski sama stefið vikum, mánuðum jafnvel árum saman, og var mikið spáð og spekúlerar hvernig réttast væri nálgast hlutina. Ingi var öðrum mönnum fremri í því að dúkka upp með nýjar nálganir á lög. En tvennum sögum fer að því hvort hans ríka hugarflug hafi mestu um ráðið, eða bara hans gloppótta minni. Hvort heldur sem var öðluðust lögin nýjar víddir fyrir vikið og það var það sem mestu máli skipti. Von bráðar fóru áhrif þessa öldungs að gæta í öllu sem snerti hljómsveitina. Hinir Demonísku Neanderdalsmenn breyttust til dæmis í Hina Guðdómlegu Neanderdalsmenn, vegna draumfara hans. En Inga dreymdi meira en flesta menn, og voru draumar hans ljóslifandi og í háskerpu alla tíð. Drauminn sem varð til þess að nafn hljómsveitarinnar breyttist, var þó sá afdrifaríkasti, og mátti Ingi vart við sig ráða, er hann greindi okkur félögunum frá draumnum. Í stuttu máli birtist honum hvítklædd vera, umlukin ljósi á flesta vegu, og uppástóð Ingi að þetta hlyti að vera Elvis, kominn til hans í draumi til að segja honum að skipta hið snarasta úr demonískum háttum yfir í guðdómlega. Greindi Ingi okkur frá draumnum með slíkum sannfæringakrafti, að aldrei efaðist neinn af okkur um nauðsyn þess að breyta nafni hljómsveitarinnar og er ekki heldur úr vegi að ætla að lífssýn okkar félaganna hafi líka tekið stakkaskiptum eftir þessa uppákomu. En áhrif Inga eru ekki þar með upptalin, því annar eiginleiki hans og kannski sá merkasti var hvernig hann gat hugsað langt fram í tímann og gert áætlanir. Slíkt háttalag var framandi ungum mönnum, sem oftast nær gerðu sér augnablikið að góðu. Gott dæmi um þetta er draumsýn Inga um fallega húsið sem hann og elskuleg Rúna hans voru að endurgera um þessar mundir. En ekki einungis talaði Ingi í andtakt um hvernig hann hugðist breyta húsinu sjálfu, heldur bætti hann um betur og sagðist líka ætla umbreyta skúrinni sem stóð út á lóð. Skyldi þar innan skamms verða klárt æfingarhúsnæði, sem svo í fyllingu tímans skyldi umbreytast enn frekar í hljóðver. Til að bæta síðan gráu ofan á svart, útlistaði Ingi nákvæmlega, hvernig hann hugðist breyta lóðinni umhverfis húsið í lystigarð – með tilheyrandi tjörnum, garðálfum, óróum, vindhönum og styttum. Reyndar gekk Ingi svo langt í lýsingum sínum að um tíma efuðumst við hljómsveitafélagarnir um geðheilsu hans – enda minntu þær óþægilega á orðræðu Bítlanna, þegar þeir voru á sínum verstu sýrutrippum, og létu huga reika til hæstu hæða. En auðvitað reyndist ótti okkar með öllu ástæðulaus og draumsýnir Inga og skýjaborgir urðu að veruleika, beint fyrir framan nefið á okkur, hvar við mættum ósjaldan til æfinga og annarra tónlistartengdrar iðju í skúrinn góða.

Bæta við leslista

Í minningu Inga

Við kveðjum nú kæran vin. Við hálfnafnarnir kynntumst sumarið 1970 á Hellissandi. Þar lékum við í hljómsveit skipaðri heimamönnum frá Sandi og Ólafsvík og þar var sem sé líka þessi taktfasti trommuleikari og ágæti blússöngvari frá Keflavík, hann Ingi Þór. Vinátta okkar átti eftir að endast í rúmlega hálfa öld og bar aldrei skugga á. Það liðu þrjú, fjögur ár án þess að við værum í sambandi en svo fórum við nýgift hjónin til Keflavíkur í heimsókn til Inga og Rúnu einnig nýgiftra og upp frá því varð þetta hjónavinátta þar sem Dagrún og Guðrún urðu líka svo góðar vinkonur. Aldrei mátti líða of langur tími á milli þess að við hittumst. Saman fórum við í ferðalög utanlands og innan eða bara snæddum saman eða hittumst í kaffispjalli. Oft runnu upp úr Inga okkar frásagnir með miklum ævintýrablæ sem tóku furðulega snúninga og kom þá fljótt í ljós að stór hluti þeirra, ef ekki allt, var uppdiktaður.

no image

Bæta við leslista

Til Inga

Besti vinur sem ég hef eignast er fallinn frá allt of fljótt. Leiðir okkar Inga lágu saman í Bolungarvík árið ´67 í gegnum hljómsveitarbrölt sem átti hug okkar allan. Ingi lék þá á trommur með hljómsveitinni Berkir og var mér boðið að slást í hópinn og urðum við strax miklir mátar. Seinna spiluðum við svo saman í hljómsveitinni Júnísvítan frá Hellissandi var það skemmtileg reynsla og ótæmandi umræðuefni okkar Inga.

Bæta við leslista

Minning - Ingibergur Þór Kristinsson

Sagnameistarinn Ingibergur Kristinsson verður borinn til grafar í dag, ég ætla ekki að þykjast skilja hvers vegna; harma það bara af einlægni og sendi fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur.

Bæta við leslista

Minning

Við megum ekki missa af

no image

Bæta við leslista

Elsku tengdapabbi

Þau virðast eitthvað svo fátækleg orðin sem ég reyni að púsla saman til að minnast þín, svona í samanburði við þig og þitt ævistarf.

no image

Bæta við leslista