no image

Fylgja minningarsíðu

Hulda Baldvinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

18. október 1934 - 13. janúar 2022

Andlátstilkynning

Okkar ástkæra, sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 13. janúar.

Útför

27. janúar 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Þorsteinn Marinósson Rósa María, Jón, Davíð, Auður Hafdís, Héðinn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.

Þakkir

Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu í Bandagerði fyrir kærleiksríka umönnun.

Amma Hulda

Í dag kveðjum við elsku ömmu Huldu sem var svo sannarlega Amma með stóru A-i.

Bæta við leslista

Elsku amma

Elsku amma mín. Nú ertu komin í hvíldina þangað sem við öll förum. Nú finnur þú ekki til. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Það var alltaf gaman að heimsækja þig og þar fékk ég gott að borða og alltaf sagðir þú eitthvað fallegt við mig. Líf þitt var stundum ekki auðvelt, þú þurftir að annast afa minn eftir alvarlegt slys í mörg ár. Einnig misstir þú frumburð þinn Hemma allt of snemma. Það er skrítið að þú sért farin. Ég bið góðan Guð og Jesú að varðveita ástvini og vini á þessari stundu.

Bæta við leslista

Elsku amma Hulda

Hugmyndir fólks um þýðingu þess að vera klettur kallar gjarnan á hugmyndina um stóran og stæðilegan einstakling með hljómstyrka mikla rödd sem leggur línurnar og stjórnar með styrkri hendi. Þetta er þó ekki lýsing á ömmu Huldu sem við kveðjum nú með ást og hlýju í hjarta. Amma Hulda var hvorki stór né hafði hátt en hún var svo sannarlega kletturinn okkar í Aðalstræti 54.

Bæta við leslista