no image

Fylgja minningarsíðu

Hrund Jóhannsdóttir

Fylgja minningarsíðu

14. nóvember 1941 - 28. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrund Jóhannsdóttir, lést 28.mars´22 á Hrafnistu Laugarási. Útförin hefur farið fram í kyrrþey með nánustu ættingjum.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Jóhann Gylfi Gunnarsson - Jóhanna Erlendsdóttir Rannveig Gunnarsdóttir - Sigurður Gunnarsson Ömmubörn og langömmubörn

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Miklatorgi, Hrafnistu Laugarási, fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Hrund Jóhannsdóttir

Blátt lítið blóm eitt er,

Bæta við leslista

Minning

Hjartkær stóra systir okkar, Hrund Jóhannsdóttir, hefur kvatt, nokkuð óvænt, þó að heilsu hennar hafi hrakað um nokkurn tíma. Kveðjustundin er viðkvæm, svo margs að minnast á langri leið saman. Minningarnar birtast, bjartar og góðar. Við þökkum, elsku Hrund, innilega fyrir trausta fylgd hennar með okkur og fjölskyldum okkar í gegnum árin. Megi eilífa ljósið umvefja hana á nýjum stigum.

Bæta við leslista

Ömmugullið okkar

Elsku hjartans amma mín, ég vonaði svo innilega að þessi dagur kæmi ekki strax og vonaði svo innilega að hann kæmi bara alls ekki. Afar barnaleg ósk, ég veit. En nú er staðan þessi og hugur minn þeytist um víðan völl og safnar saman ótal minningum um glaðar stundir. Við nöfnurnar áttum margt sameiginlegt og vorum líkar að mörgu leiti. Það voru forréttindi að eiga hana að alla tíð og ég átti alltaf vinkonu í ömmu minni. Hún skildi mig alltaf og stóð alltaf með mér. Hún lagði mér stundum lífsreglurnar og var mikið í mun að ég stæði vörð um mig og mína og væri alltaf trú sjálfum mér. Síðustu árin voru oft á tíðum krefjandi útaf faraldrinum og þeim takmörkunum sem honum fylgdu, við gátum ekki hist eins oft og okkur langaði, en hringdum því oftar í hvor aðra og ég sendi henni myndir af öllu skemmtilegum augnablikum í lífi okkar barnanna svo hún myndi ekki missa af neinu. Hún var bókstaflega með okkur öllum stundum í máli og myndum. Elsku amma hvað ég sakna þín mikið, aldrei er maður tilbúin eða sáttur þegar kallið kemur. En ég ætla að halda áfram að vinna með það sem við tvær áttum einar saman síðasta árið og gera eins vel og ég get. Minning þín mun lifa í hjarta mínu og í hjörtum barnanna minna um ókomna tíð. Takk fyrir allt og allt elsku hjartans ömmugullið mitt. Ég elska þig að eilífu, þín Hrund.

no image

Bæta við leslista