no image

Fylgja minningarsíðu

Hrönn Jóhannesdóttir

Fylgja minningarsíðu

24. febrúar 1963 - 19. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Hrönn Jóhannesdóttir lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild landsspítalans í kópavogi 19.02.2024. útför fer fram í ytri-Njarðvíkurkirkju 1.mars

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Eiginmaður: Ágúst Sigurður Hrafnsson Börn Hrafnhildur Sesselja Ágústdóttir Eiginmaður: Jeffrey Alan Baran Börn: Kristín Rae Baran James Haukur Baran Ágúst Freyr Ágústsson Maki: Margrét S. Hilmarsdóttir Börn: Róbert Hilmar Ágústsson Rósa Margrét Ágústsdóttir Aníta Ágústsdóttir Eiginmaður: Davor Lucic Börn: Birna Marija Lucic. Börn Birnu: (Bergþór Hrafn Margerisson Lucic, Indiana Jazmin Ramirez Lucic) Emilia Hrönn Lucic Ivan Freyr Lucic Ævar Már Ágústsson Maki: Guðrún Runólfsdóttir Barn: Mikael Guðrúnarsson Sævar Örn Ágústsson

Elsku mamma

Elsku mamma, það var erfiður dagur í gær að fylgja þér síðasta spölinn. Síðustu mánuðir hafa verið þeir erfiðustu í lífi okkar allra, hvert höggið á fætur öðru. Við systkinin erum sterk og vinnum vel saman, það er sko þér að þakka. Pabbi stendur sig eins og hetja og við höldum vel utan um hann. Það var svo gott að vera með þér, að dagdreyma um ferðalög og láta það rætast. Þú varst svo sterk og umhyggjusöm. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa ef einhverjum vantaði eitthvað, ég hef það á tilfiningunni að það voru fleiri en við systkinin sem leituðum til þín fyrir móðurleg ráð. Ég elska hvað þú varst alltaf að þroskast, þú sást að þér og viðurkenndir alltaf ef þú lærðir seinna að þú hafðir rangt fyrir þér áður. Það er alveg ljóst að þú og pabbi voruð ástfanginn upp fyrir haus frá degi eitt, þú tókst við tveimur börnum og komst með þitt eigið hingað í Njarðvík. Vegna þess, þegar ég kom einn daginn heim með hana Guðrúnu mína og Mikael, þá hafði ég engar áhyggjur af því að honum yrði ekki tekið með allri þeirri ást og umhyggju sem þið hafið. Ég mun aldrei gleyma þegar þið pabbi fóruð í sumarbústað með Ivan Freyr og Róbert og við komum í heimsókn og það endaði þannig að Mikael vildi gista hjá ykkur eina nótt. Það var kvöldið þegar hann spurði ykkur formlega hvort hann mætti ekki kalla ykkur ömmu og afa, og svo seinna um kvöldið inni í herbergi með strákunum voru þeir spurðir hvort þeir væru ekki örugglega frændur hans. Þessi fjölskylda sem þú hefur alið er svo frábær, og við munum halda áfram að vera frábær, ég lofa því elsku mamma. Takk fyrir allt. Við elskum þig svo.

no image

Bæta við leslista