no image

Fylgja minningarsíðu

Hrönn Bjarnadóttir

Fylgja minningarsíðu

2. mars 1976 - 2. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona Hrönn Bjarnadóttir lést að morgni 2.febrúar á Hjúkrunarheimilinu Lillo eftir mjög erfið veikindi.

Útför

Útför verður tilkynnt síðar.

Aðstandendur

Arnar Sveinsson, Eyrún Arnarsdóttir, Iðunn Arnarsdóttir, Sveinn Arnarsson Hólmfríður Jóhannsdóttir Elínborg Bjarnadóttir Gaukur Pétursson Guðrún Elín Bjarnadóttir Eggert Aðalsteinsson Sigríður Bjarnadóttir Birgir Ingþórsson

Kletturinn minn

Elsku hjartans Hrönn mín, það var mikið á þig lagt. Frá því að þú greindist með heilaæxli í september 2021 og þar til þú 2.febrúar síðastliðinn, varðst að játa þig sigraða. Sá tími var þér erfiður og þú upplifðir hvert áfallið á fætur öðru. Það sem einkenndi þig allan tíman var æðruleysið og baráttuviljinn, og aldrei kvartaðir þú yfir örlögum þínum. Ekki einu sinni þegar þú varst orðin alveg blind af völdum geislameðferðarinnar, þvílíkur styrkur.

Bæta við leslista

Kveðja

Elskulega Hrönn hefur kvatt alltof snemma.

no image

Bæta við leslista

Minningarorð

Lífið getur verið svo ósanngjarnt. Kona á besta aldri er tekin frá fjölskyldunni sinni eftir baráttu við illvígt krabbamein sem gaf engin grið. Eftir standa minningar, sem fyrir mig ná eins langt aftur og ég man eftir mér. Við Hrönn erum systkinabörn og munar aðeins 2 árum á okkur. Við byrjuðum því snemma að leika okkur saman, Hrönn bjó í sveitinni en ég í borginni. Við hittumst mest yfir sumarið en minna yfir veturinn. Það var alltaf spennandi að fara norður þó að ferðalagið væri langt á þeim tíma, og gaman að hitta Hrönn. Hún var lang yngst af þeim systrum og ekki há í loftinu þegar systur hennar voru farnar að heiman. Fyrsta minningin mín um okkur saman er þegar við vorum frekar litlar, kannski 3-6 ára, þegar við ákváðum einn sumardaginn að fara í ævintýraferð niður afleggjarann í Melrakkadal þar sem hún bjó. Við vorum komnar ansi langt, næstum niður að beygju, þegar einhver kom til að reka okkur heim og fengum við báðar skömm í hattinn fyrir uppátækið. Þá var það Gunna frænka sem huggaði okkur báðar. Í gegnum tíðina þá lékum við okkur að dúkkum og bílum, sulluðum og óðum „uppfyrir“ í ánni á sólskinsdögum, gerðum drullukökur og elduðum í búinu norðan við nýja húsið, vorum í hlöðunni að klappa kettlingum, heyskapurinn í lok sumars var alltaf skemmtilegur þó að við gerðum ekki mikið gagn, við spiluðum Matador og alls konar spil, eyddum heilu dögunum í að veiða í Síkinu og okkur fannst sérstaklega skemmtilegt að fara í sund á Hvammstanga þegar farið var í kaupstaðarferð. Alltaf vorum við eitthvað að bralla og oftast gistum við saman, sérstaklega eftir að foreldrar mínir fóru að vera meira á Refsteinsstöðum. Á veturna þá heyrðumst við í síma og þegar hún kom í bæinn þá notuðum við þennan stutta tíma sem við höfðum, til að fara í bíó og oftast skipulögðum við okkur vel til að ná tveimur bíómyndum sama daginn. Hrönn var mikil mömmustelpa og átti stundum erfitt með að vera lengi frá henni þegar hún var lítil. Þeirra samband hefur alltaf verið svo gott og leiðinlegt hvað það var alltaf langt á milli þeirra þar sem Hrönn fór ung í skóla í Reykjavík og bjó eftir það lengi erlendis við nám og störf.

Bæta við leslista