Fylgja minningarsíðu
Hrannar Leví Elvuson
Fylgja minningarsíðu
10. nóvember 1991 - 29. október 2022
Takk fyrir samveruna
Elsku Hrannar, þú komst til okkar í sveitina, lítill og krúttlegur strákur svo fullur af lífsorku og grallaraskap. Allt lífið framundan með ævintýri á hverju strái fyrir ofurkláran gutta sem lést mann hafa rækilega fyrir þér og gerði dvöl þína svo eftirminnilega. En það var ekki bara gauragangurinn sem lífgaði upp á tilveruna heldur það sem skipti mestu máli, þitt stóra og mjúka hjarta, fallegu augun, fallega brosið og stór persónuleiki. Takk fyrir samveruna, takk fyrir að hafa komið inn í líf okkar svo við fáum að minnast þín alla ævi. Risaknús að þínum hætti og kærleikur til fjölskyldu þinnar. Berglind og fjölskylda á Núpi.
Bæta við leslista
Elsku gimsteinninn minn <3
Í gær fékk ég að fylgja einum af bestu vinum mínum til grafar.
Bæta við leslista
Þinn vinur Mikki
Í gær fylgdi ég mínum besta vin Hrannar Leví til grafar 🪦😭❤️
Bæta við leslista
Elsku yndislegi hennar frænkusín ❤
Í dag var útför elsku fallega og yndislega frænda míns. Hrannar fæddist stór og mjúkur, mýkstur allra. Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar um hann á gamlárskvöld með fjölskyldunni, sú fyrsta þegar hann var rúmlega mánaðar gamall og rétt passaði í bílstólinn en hann fæddist mætti segja 3 mánaða að stærð.
Bæta við leslista
Elsku Hrannar minn ♥️
Hér sit ég að fara yfir góðar minningar af okkur vinunum Hrannar Leví ♥️ Va hvað þetta er ósanngjarnt 💔 ég er búin að þekkja þig síðan ég var 15 ára í party heima hjá þér á sundlaugarveginum síðan þá höfum við átt allskonar vináttu. Ég og þú vorum ekki hrædd við að segja við hvort annað hvað okkur fannst ef okkur mislíkaði eitthvað og sögðum hlutina eins og þeir voru. sama hvað kom uppá þá þótti mér alltaf vænt um þig þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu ♥️ hvíldu í friði elsku vinur og ég sé þig þegar minn tími kemur 🕊️🤍 þín vinkona, Dísa
Bæta við leslista
Elsku Hrannar
Elsku hjartans besti vinur minn❤
Bæta við leslista
Ástin mín
Að missa manneskjuna sem maður elskar er eitt það erfiðasta sem ég hef nokkrutíman upplifað . Þegar ég fékk símtalið að hrannar væri farin frá okkur hrundi heimurinn minn og skildi hjartað eftir í molum og mikilli sorg . Hrannar var ljúfur góðhjartaður gjafmildur lífsglaður þrjóskur og hafði stórar skoðanir og stórasta hjartað þegar hann elskaði elskaði hann mikið og maður fékk alltaf að finna að hann elskaði mann ❤️
Bæta við leslista
Skilaboð til þín ❤️
Hrannar Levi Elvuson (sensei)
Bæta við leslista
Minning um Hrannar Leví Elvuson
Það var sárt að fylgja þér síðasta spölin elsku Hrannar.Mamma þín sá til þess að athöfnin væri í þínum anda, með fallegum söng og minningarorðum. Já þú valdir þér hárréttu mömmuna hún var þín ,,persóna” og hugsaði vel um drenginn sinn. Ykkar samband var sérstakt og fallegt. Ég lofa að passa mömmu þína. Þegar ég hugsa til þín þá koma upp margar skemmtilegar minningar og þá einna helst ferðin okkar til Portó, við, mamma þín og Anton minn.Það var alltaf líf og fjör í kringum þig og þú duglegur að halda öllum uppteknum í kringum þig. Já aldrei lognmolla.En faðmlagið og hjartað var stórt. Obrigato.
Bæta við leslista
Elsku Hrannar <3
Elsku Hrannar <3
Bæta við leslista