no image

Fylgja minningarsíðu

Hrafn Hauksson

Fylgja minningarsíðu

24. febrúar 1959 - 30. ágúst 2023

Andlátstilkynning

Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Hrafn Hauksson, lést á líknardeild Landspítalans þann 30. ágúst

Útför

7. september 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Fossvogskirkju

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Kristín Hannesdóttir Örn Ingi Hrafnsson og Shannon Jackson Birgir Hrafnsson og Amber Evelyn Sorsek Aldís Lind Hermannsdóttir og Florian Stascheck Ástþór Ernir Hrafnsson og Elín Ólöf Benediktsdóttir Hrafnhildur Baldey Hrafnsdóttir og Daníel B. Kröyer Og barnabörn

Krummi frændi hvíl í friði.

Samhryggist ykkur elsku pabbi og systkini. Ég sendi einnig mínar dýpstu samúðarkveðjur til hans nánustu fjölskyldu. Í dag og alltaf megi minningar um ást færa ykkur frið, huggun og styrk.

Bæta við leslista

Far vel, elsku pabbi minn. Þangað til næst...

Elsku besti pabbi minn, mikið rosalega var ég heppin að hafa fengið að eiga þig sem pabba og minn allra besta vin í rúm 29 ár. Þú hefur kennt mér svo margt í gegnum ævina, en það mikilvægasta sem þú hefur kennt mér var við þinn síðasta spöl í lífinu og það er að taka hlutina með æðruleysi, elska náungann og ALLTAF halda í húmorinn sama hvað. Ég gæti skrifað endalaust um þig elsku Barbapabbinn minn og rifjað upp óteljandi minningar og ævintýri sem við höfum lent í, en ég læt þennann laga texta duga sem hefur verið límdur í höfðinu á mér síðan að þú kvaddir okkur "Ó, pabbi minn Hve undursamleg ást þín var Ó, pabbi minn þú ávallt tókst mitt svar Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú Ó, pabbi minn þú ætíð skildir allt Liðin er tíð er leiddir þú mig lítið barn Brosandi blítt þú breyttir sorg í gleði Ó, pabbi minn Ég dáði þína léttu lund Leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt Ó, pabbi minn Hve undursamleg ást þín var Æskunnar ómar ylja mér í dag" (Þorsteinn Sveinsson)

no image

Bæta við leslista

Kveðjur frá starfsfólki Auðkennis

Hann Krummi er floginn frá okkur, alltof fljótt. Við kynntumst honum fyrst þegar hann var ráðinn til okkar á þjónustusvið Auðkennis og þá kom strax í ljós hversu marga mannkosti hann bar því hann var einstaklega ljúfur, lipur og góður maður. Hann var mikill snyrtipinni, alltaf allt spikk og span í kringum hann. Krummi var alltaf fyrstur til að mæta til vinnu alla morgna og sá til þess að allt væri tilbúið áður en erill dagsins hófst.

no image

Bæta við leslista