no image

Fylgja minningarsíðu

Hinrik Pálsson

Fylgja minningarsíðu

13. september 1938 - 21. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur faðir minn, frændi og vinur, Hinrik Pálsson, lést umkringdur ástvinum og vinum á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík

Útför

5. mars 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju

Aðstandendur

Fyrir hönd ættingja og vina Þóra Hinriksdóttir, Helga Guðrún Gunnarsdóttir.

Þakkir

Djúpt þakklæti fær starfsfólk Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars fyrir kærleiksríka umönnun. Þeim sem vilja minnast Hinriks er bent á Geðhjálp.

Geðhjálp
Minning um góðan frænda og vin

Hinni frændi minn fær tromplausan spilastokk í vöggugjöf. Síðasta barn foreldra sinna, ásamt Guðmundi tvíburabróður sínum. Mamma hans hafði fætt átta börn og þau sem lifðu voru flest tekin jafn harðann af þeim foreldrunum og komið fyrir í fóstri, en þau hjónaleysin voru jarðarlaus í vinnumennsku eins og títt var um eignalaust fólk á þeim tíma. Þegar Hinni var nokkra mánaða gamall var lífið orðið óbærilegt fyrir föður hans og hann svipti sig lífi. Hinna hafði þá nýlega verið komið í fóstur til Ágústu og Kristjáns á Fróðá í Fróðárhreppi, síðar í Ólafsvík, en Gummi tvíburabróðir hans til Ragnheiðar og Magnúsar í Tröð í Fróðárhreppi. Þó það hafi ekki verið langt á milli þeirra bræðra hittust þeir ekki fyrr en þeir voru nærri fermingu.

Bæta við leslista