no image

Fylgja minningarsíðu

Hildur Björk Sigurðardóttir

Fylgja minningarsíðu

28. mars 1937 - 27. apríl 2023

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá dóttir

Með hjartað fullt af djúpu þakklæti kveð ég þig elsku mamma mín.

Bæta við leslista

kveðja frá syni

Móðir mín fæddist í Borganesi og ólst þar upp sem barn og unglingur á Egilsgötunni. Henni þótti alltaf vænt um Borganes og svo ég tali nú ekki um sumarbústaðinn Aulastaði þar sem ég á mínar vænstu minningar um samveru með henni. Ef ég lít yfir uppeldis- og unglingsárin mín þá var hún alltaf til staðar ef ég þurfti. Hún sagði kannski sjaldan „frábært Siggi minn“, en í stað þess brosti hún sínu fallega brosi og þá vissi ég að ég hafi gert vel. Ég og systur mínar kölluðum hana klettinn okkar því hún hélt utan um okkur systkinin og studdi okkur alla tíð. Eftir því sem afkomendum móður minnar fjölgaði lagði hún enn meiri vinnu í að halda utan um allan hópinn sinn. Móðir mín var ekki mikið fyrir væl og skæl enda barn sinnar kynslóðar. Hún var dugnaðarforkur alla tíð og mjög meðvituð um sinn innri styrk og hversu mikilvægt væri að rækta og halda vel utan um fjölskyldu sína.

Bæta við leslista

kveðja frá tengdadóttir

Ég er komin á Jaðó. „Halló“ heyrist frá stofuholinu. Hæ, það er bara ég. „Ertu bara komin, Lovísa litla,“ heyrist með kátínu í röddinni, Hildur situr á sínum stað í Lazy Boy, brosir og heldur áfram: „Hvernig var að keyra, var mikið rok, viltu eitthvað?“ Hér er tengdamamma tilbúin fyrir mig að hlusta, hlæja, gráta, allt miðað við í hvaða ástandi ég er þegar ég dett inn í hennar veröld svona af og til.

Bæta við leslista

kveðja frá Aðalheiði

„Ert þetta þú, ljúfan mín?“ heyrist í símanum hinum megin við hafið. Aðeins amma Hidda kallar mig ljúfan mín og mér þykir ósköp vænt um það. Aðeins amma Hidda kallar mig líka „Heiða mín“ og hún er sú eina sem fær leyfi til þess í öllum heiminum. Frá blautu barnsbeini hef ég barist gegn gælunöfnum eins og Alla og Heiða - en amma mín var af ákveðnari gerðinni, svo það þýddi ekkert að setja henni neinar reglur og á endanum fór mér að þykja vænt um þetta gælunafn sem hún gaf mér og við áttum bara tvær. Hún átti það reyndar líka til að kalla mig Hafdísi - en það skilur enginn til þessa dags.

Bæta við leslista

kveðja frá Brynhildi

Elsku yndislega amma Hidda.

Bæta við leslista

kveðja frá Heiði Sif

Elsku amma, stóri kletturinn minn.

Bæta við leslista

kveðja frá Sverri

Látin er á Akranesi Hildur Björk Sigurðardóttir á 86. aldursári.

Bæta við leslista

kveðja frá Kiddu

Elsku Hildur mín, ekki hefði mér dottið í hug að þetta væri í síðasta sinn sem við hittumst, þegar ég og dóttir mín heimsóttum þig viku fyrir andlát þitt. Við þrjár áttum svo góða stund hjá þér og spjölluðum eins og vanalega um heima og geima.

Bæta við leslista