no image

Fylgja minningarsíðu

Hermann Ragnarsson

Fylgja minningarsíðu

22. ágúst 1955 - 17. mars 2023

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, afi og bróðir, Hermann Ragnarsson Múrarameistari, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. mars.

Útför

23. mars 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 23. mars kl.13:00

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Sigurður Arnar Hermannson, María Másdóttir Ásdís Arna, Emma og Jónatan Helga Sigrún Hermannsdóttir. Alexander Guðmundsson Edda María Vignisdóttir. Jeppe Grønning Kieldsen Snæfríður og Hekla Bræður hins látna

Þakkir

Fjölskyldan þakkar fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu og einnig vill hún færa starfsfólki Landspítalans við Hringbraut sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Minningarorð um Hermann Ragnarsson fæddur 22.08.1955 - látinn 17.03.2023

Fallinn er frá langt fyrir aldur fram minn ástkæri bróðir Hermann Ragnarsson, við ólumst upp í stórum bræðrahópi eða alls vorum við átta sem komust á legg, Hemmi var fyrir miðju í aldursröðinni fæddur 1955. Það var svolítið sérstakt að vera svona margir og þeir eldri pössuðu upp á þá sem yngri voru, mikil samheldni var hjá okkur bræðrum og fórum við snemma að hjálpa til og gengum mjög snemma til vinnu. Hemmi og Dóri bróðir fóru að vinna við múrverk og voru fljótir að ná tökum á faginu. Mér er það minnistætt að árið 1973 þá var pabbi að byggja hús að Fagragarði 6 í Keflavík og fórum við allir sem einn að vinna við bygginguna. Hemmi og Dóri pússuðu allt húsið á kvöldin og um helgar þá 17 og 18 ára gamlir. Í framhaldinu þá fóru þeir fljótlega að vinna sjálfstætt og fóru upp á flugvöll að pússa stór fjölbýlishús fyrir Varnarliðið ég var með þeim sem handlangari og létum við bræður hendur standa fram úr ermum og gengum með miklum krafti í þessi verk sem voru unnin í uppmælingu og vorum við á hæsta kaupi sem þá þekktist. Þetta var ógleymanlegur tími, það einkenndi Hemma bróðir strax mikil léttleiki og smitandi hlátur hann hafði svo gaman af lífinu. Upp úr þessu fór hann að drekka áfengi og stundaði skemmtanalífið grimmt, og því miður þá náði bakkus taki á honum og fylgdi honum nánast allt hans lífshlaup, en alltaf stundaði hann vinnu og sá fyrir sér og sínum og kom að rekstri margra fyrirtækja. Hann og Halldór bróðir stofnuðu Húsanes ásamt fleirum og réðust snemma í það að byggja og selja íbúðir og byggðu þeir fleiri hundruð íbúðir í Keflavík og víðar. Á þessum tíma rak ég faseignasölu og sá um sölu eignanna. Þannig að í gegnum okkar lífshlaup þá voru samskiptin oft og tíðum mikil í gegnum vinnuna en um tíma minna í frístundum þar sem við vorum svo ólíkir. Hemmi bróðir var mjög stórbrotin karakter sem lét ekkert stoppa sig ef svo bar undir fylginn sér með afbrigðum og kom hlutum í verk sem aðrir töldu ómögulegt. Hann var jafnaðarmaður alveg inn að beini alla tíð og er mér það minnistætt árið 1986 þá var hann kosningastjóri hjá Alþýðuflokknum í Keflavík fyrir bæjarstórnarkosningarnar. Lagði hann nótt við dag enda fór svo að Alþýðuflokkurinn var með hreinan meirihluta þegar atkvæðin voru talin og ætla ég að leyfa mer að fullyrða það að þar átti hann stærsta hlut að máli.

Bæta við leslista

Hermanio Grande

Það er mér þungbært að setja orð niður á blað sem lýst geta þeim harmi og söknuði sem sótt hefur á okkur Katý eftir að þú kvaddir okkur minn elsku besti vinur. Ég verð þó ævinlega þakklátur fyrir vináttu okkar sem aldrei féll skuggi á sem og að hafa fengið að fylgja þér hinstu skrefin. “Hermanio Grande” sagði Katý (eins og hún hafði alla tíð gert) og þú brostir þínu breiðasta, er við heimsóttum þig á sjúkrabeðinu og svo sannanlega varstu “Grande” í gegnum lífið. Við vissum báðir að þú myndir ekki snúa aftur af sjúkrahúsinu eftir þína síðustu innlögn. Þú varst samt ekkert að væla yfir því og vildir síst af öllu ræða veikindi þín þegar vinir og vandamenn komu í heimsókn.

Bæta við leslista

Elsku Hemmi

Hjartahlýr, umhyggjusamur, kraftmikill og stórhuga eru þau lýsingarorð sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um hann Hermann frænda minn sem við kveðjum allt of fljótt en samt veit ég að hann er hvíldinni feginn eftir erfið veikindi.

Bæta við leslista

Hemmi frændi

Elsku Hemmi,

Bæta við leslista

Minn kæri vinur

Elsku Hermann minn Þegar maður hugsar um þig og nærveru þína í gegnum árin þá er af ansi mörgu að taka enda mikill ævintýramaður sem lifði lífinu oftar en ekki á fleygiferð.

no image

Bæta við leslista

Hemmi minn

Nú þegar komið er að leiðarlokum elsku Hemmi minn langar mig að minnast þín með örfáum orðum.

Bæta við leslista

Elsku Hemmi minn <3

Elsku Hemmi minn – þar kom stundin. Fallinn ertu frá elsku karlinn.

no image

Bæta við leslista