no image

Fylgja minningarsíðu

Herdís Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. desember 1930 - 22. janúar 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Guðmundsdóttir, Borgarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð þann 22. janúar.

Útför

2. febrúar 2025 - kl. 14:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Gréta E. Pálsdóttir Ægir Ellertsson Herborg Pálsdóttir Úlfar Guðmundsson Einar G. G. Pálsson Guðrún Jónsdóttir Snorri Páll Davíðsson Iris Hansen Atli, Hjalti, Gunnhildur, Herdís, Hildur, Guðrún, Nanna, Gréta, Elín, Páll og fjölskyldur.

Þakkir

Fjölskyldan færir starfsfólki Brákarhlíðar bestu þakkir fyrir hlýju og alúð.

Björgunarsveitin Brák
Amma mín

Amma og afi hittust í Borgarnesi. Hún, bóndadóttir norðan af Langanesi og hann, bóndasonur vestan úr Kollsvík. Hann var nýlega byrjaður að vinna á hreppskrifstofunni þegar hún kom þangað til að tilkynna búsetuskipti, nýi handavinnukennarinn í barnaskólanum. Hann tók við tilkynningunni og kynni tókust. Það var óskastund. Þau giftu sig rúmu ári síðar og bjuggu saman svo lengi sem bæði lifðu.

no image

Bæta við leslista

Elsku amma

Hús ömmu og afa á Þórólfsgötunni var mitt annað heimili sem barn. Ég kom margoft þangað eftir skóla og fékk kókópöffs, kyrrð og hlýju við kröftugt undirspil Rásar 1. Vínberin úr gróðurhúsinu, saglyktin í bílskúrnum, niðurinn í saumavélinni. Þegar mamma og pabbi komu og sóttu okkur systkinin stóðu afi og amma úti á tröppum og vinkuðu bless alveg þar til við vorum komin úr augsýn.

no image

Bæta við leslista