no image

Fylgja minningarsíðu

Helgi Jóhannesson

Fylgja minningarsíðu

25. júlí 1922 - 16. janúar 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku afi minn

Þau eru þung sporin sem ég tek í dag, en geri það stolt er ég fylgi þér, elsku afi minn, síðasta áfangann í þessu ferli. Ég mun vera jafn stolt eins og þegar þú fylgdir mér inn þennan sama gang á brúðkaupsdegi okkar Birgis.

Bæta við leslista

Helgi frændi

Í dag kveðjum við Helga frænda. Mér er minnisstætt hvað var gaman þegar Helgi og Erla og þeirra börn komu heim í sveitina í Ólafsfirði á sumrin. Helgi var hörkuduglegur, stríðinn, hrekkjóttur og gerði og sagði nokkurn veginn það sem honum datt í hug. Við krakkarnir dýrkuðum þennan villimann.

Bæta við leslista

Helgi bílstjóri

Helgi keyrði skólabíl á Vatnsenda áratugum saman og var mikilvægur maður í lífi skólabarnanna við Elliðavatnið. Hann tók við ungunum á öllum aldri úti við malarveg og hélt vel í kringum þá þar til hann skilaði þeim heim að loknum skóladegi. Sér til trausts og halds hafði hann stundatöflu hvers og eins og skólabíllinn fór ekki fyrr en síðasta barnið var komið um borð. Það var ansi oft yngri sonur minn sem hafði gleymt sér við að pakka í töskuna en Helgi kom inn og rak á eftir.

Bæta við leslista