no image

Fylgja minningarsíðu

Helgi Hallgrímsson

Fylgja minningarsíðu

22. febrúar 1933 - 8. október 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Minningarorð flutt við útför í Fossvogskirkju

Þremur dögum áður en pabbi dó sat ég hjá honum á líknardeildinni á sólríkum degi þegar hann sneri sér allt í einu á hliðina í rúminu, með erfiðismunum, og bað mig að klóra sér á bakinu. Ég gerði það auðvitað og hann andvarpaði af létti, en mér fannst þetta samt hálf skringilegt og leið undarlega, því það rann upp fyrir mér að pabbi minn hafði aldrei beðið mig að gera neitt fyrir sig þar til þarna, þar sem hann lá banaleguna.

Bæta við leslista

Minningargrein birt á Facebook - Hallgrímur Helgason

Pabbi er dáinn. Hann fór fallega á fögrum degi, fallegur sem hann var. Helgi Hallgrímsson, fyrrum vegamálastjóri. Við kynntumst honum enn betur á síðustu dögunum, sú reynsla var dýrmæt, gráturinn góður, dauðinn dýpkar lífið. Hann greindist með krabba fyrir ári, var tekinn af lyfjunum í ágúst og dó 8. október. Það var ótrúlegt að sjá þennan brúarstólpa bogna fyrir því ósýnilega Skeiðarárhlaupi sem sjúkdómurinn var. Allt í einu var pabbi komin með staf, svo göngugrind, loks á dánarbeð. Eins og stálbitinn á Sandinum.

Bæta við leslista