no image

Fylgja minningarsíðu

Helga Sigurðardóttir

Fylgja minningarsíðu

2. maí 1960 - 28. ágúst 2022

Andlátstilkynning

Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma. Helga Sigurðardóttir Ásholti 7, Mosfellsbæ Lést á Landspítalanum, sunnudaginn 28. ágúst.

Útför

16. september 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Ágúst Óskarsson Óskar Örn Ágústsson ~ Ásta Jenný Sigurðardóttir Silja Rán Ágústsdóttir Rosi ~ Rolf Rosi Heiðar Reyr Ágústsson og barnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki Landspítalans sérstakar þakkir fyrir umhyggju og umönnun.

Hægt er að styðja Ljósið til minningar um Helgu.
Elsku Helga

Ástin mín.

no image

Bæta við leslista

Mamma

Elsku mamma var allt í senn móðir mín, trúnaðarvinur, minn stærsti hvatamaður og kletturinn í lífi mínu sem ávalt trúði á mig og var stolt af syni sínum sem og hinu fólkinu sínu. Mamma var glæsileg, sjálfstæð, sterk og tilfinningarík kona sem gerði ríkar kröfur fyrir sig og sína og vildi fólkinu sínu aðeins það besta. Hún lagði allt sitt líf í að búa okkur systkinunum og pabba yndislegt heimili og gott líf og var tilbúin til þess að vaða eld og brennistein fyrir aðra ef þörf var á án þess að huga að afleiðingum fyrir sjálfa sig. Mamma hafði alls ekki hug til þess að deyja svona ung, aðeins 62 ára gömul. Hún barðist eins og naut til hins síðasta, jafnvel þó að líkaminn væri í raun löngu búinn. Hún hafði leitað sér lækningu í mörg ár áður en hún var, eftir mikla leit, greind með blóðkrabbamein haustið 2018. Við tóku erfiðar krabbameinsmeðferðir og haustið 2019 fórum við svo saman til Svíþjóðar í beinmergsskipti þar sem við dvöldum í 4 mánuði. Mamma elskaði að ferðast og við fórum margar góðar ferðir til útlanda. Til að mynda dvöldum við langdvölum mörg sumur í minni barnæsku á Mallorca þar sem starfsfólk hótela og veitingahúsa var farið að þekkja hana með nafni. Eftirminnilegt er þegar við ætluðum eitt sinn til Kanarí eyja og lentum með flugvél á rangri eyju um miðja páska. London, Amsterdam og París voru einnig í uppáhaldi hjá henni sem og Ítalía eins og hún leggur sig en fjölmörg önnur lönd heimsótti hún í Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Kyrrahafseyjar og hún fór líka til Kína og Egyptalands. Mamma sinnti mörgum störfum um ævina en stofnaði ung fyrirtæki með pabba og byggði upp farsælan rekstur. Hún var listakokkur og fagurkeri fram í fingurgóma, var einnig með, eins og máltækið segir, græna fingur og ræktaði stóran og mikinn garð sem var hennar líf og yndi. Innanhúss var hún einnig með mikið magn plantna og blóm og rósir voru iðulega í vösum. Hún var mikill dýravinur og hélt bæði hunda og ketti. Tvo hunda þjálfaði hún sem heimsóknarhunda í þjónustu Rauða krossins og vikulega fór hún í heimsóknir með þá á hjúkrunarheimili með það að markmiði að veita heimilisfólki tilbreytingu og lífsgleði.

no image

Bæta við leslista

Minning um dýrmæta vinkonu

Elsku Helga okkar

no image

Bæta við leslista

Til þín ❤️

Athvarf hlýtt við áttum hjá þér

no image

Bæta við leslista