no image

Fylgja minningarsíðu

Helga Magðalena Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

21. september 1932 - 14. nóvember 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Minning um mömmu

Nú hefur þú fengið hvíldina elsku mamma mín og þið pabbi sameinast í sumarlandinu. Þar hafa nú margir ættingar og vinir tekið vel á móti þér. Allan ykkar búskap bjugguð þið við Breiðafjörðinn og vilduð hvergi annars staðar vera. Það er nú margs að minnast þegar litið er til baka. Okkur bræðrunum leið vel á Skúlagötunni þar sem þið bjugguð eftir að við bræðurnir fæddumst. Þið hófuð ykkar búskap í Þorvaldarhúsi sem þið keyptuð árið 1951 og árið eftir keyptuð þið Skúlagötu 13. Ári síðar fæddist ég, síðan Palli og loks Atli. Hrefna kom síðan til okkar þegar mamma hennar lést en hún var þá 7 ára. Húsið að Skúlagötu 13 brann síðan til kaldra kola nokkru eftir að þið selduð það. En sem betur fer varð ekkert manntjón, en það var undarleg tilfinning þegar þú hringdir í mig og sagðir mér af þeim bruna. Það var eins og eitthvað hefði horfið með húsinu, en auðvitað eigum við margar góðar minningar úr því húsi og úr nágrenninu. Þið byggðuð síðan nýtt hús að Laufásvegi 1 og bjugguð þar til ársins 2004, er þið fluttuð í búseturéttaríbúðina á dvalarheimilinu. Eftir að pabbi lést 19. desember 2006 bjóst þú áfram í íbúðinni þar til í nóvember 2020 er þú fórst inn á Dvalarheimilið þar sem vel var hugsað um þig.

Bæta við leslista