no image

Fylgja minningarsíðu

Helga Elísabet Schiöth

Fylgja minningarsíðu

10. júní 1937 - 11. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Elísabet Schiöth, til heimilis að Skuggagili 10 Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 11. mars.

Útför

24. mars 2022 - kl. 13:00

Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 13, og verður streymt fyrir þau sem ekki sjá sér fært að kveðja í eigin persónu.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Alfreð Schiöth, Þórir Schiöth, Helgi Birgir Schiöth, Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, Marteinn S. Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Elsku amma

Amma mín á frekar merkilega sögu að baki sér, hún upplifði stríð, flutning frá Austur-Þýskalandi og missi í gegnum tíðina. Ég sem barnabarn hennar gat aldrei séð það á henni samt.

no image

Bæta við leslista

Elsku amma

Eitt af mínum fyrstu minningum með þér var þegar við fjölskyldan fórum öll saman til Mývatns og vorum öll undir árás þúsunda mývarga. Það sem mér er minnisstætt við þessa ferð er það, að amma fór og pissaði úti í runna. Þetta fannst mér alveg ótrúlegt, því ekki vissi ég á þessum tíma að það væri mögulegt fyrir konur að pissa úti. Þetta var þó ekki eina sem ég man úr þessari ferð. Ég man einnig eftir því að þegar átti að taka hópmynd af okkur, var amma alveg staðráðin í því að ég og Ögri áttum að vera hjá henni í myndatökunni. Í gegnum tíðina varð það vani að ef fjölskyldan var að fagna áramótum og allir að horfa á skaupið þá var hún fljót að kalla á mann og segja manni að koma því maður átti að sitja við hliðina á henni og aldrei mótmælti maður því.

no image

Bæta við leslista

Helga E. Schiöth - minning

Fyrir tæpum 85 árum fæddist Helga Elísabet í hinu stóra Austur- Þýskalandi. Ekki vitum við hvaða óskir og drauma hún átti sem barn, en ég efast um að hana hafi órað fyrir því að örlögin myndu senda hana norður undir heimskautsbaug til Siglufjarðar, þar sem vetrarríki og einangrun staðarins á þeim tíma var í hrópandi ósamræmi við hið frjósama heimaland hennar, þar sem ávextir og framandi gróður dafnar. Helga fluttist til landsins árið 1956 og giftist síðar föðurbróður okkar Aage Schiöth, sem hafði lengi búið á Siglufirði, og m.a. starfrækt þar lyfjabúð. Talsvert miseldri var með þeim hjónum, en þau eignuðust þrjá syni. Ekki nutu þeir lengi föður síns, en hann dó 1969. Það hlýtur að hafa verið erfitt hlutskifti að standa ein uppi með þrjá unga drengi. Ystafell I í Kaldakinn varð næsti dvalarstaður Helgu, en þar gerðist hún ráðskona. Seinna meir giftist hún bóndanum þar Sigurði Marteinssyni og eignuðust þau tvö börn. Þar var langur vinnudagur og sinnti hún bæði innanhúss og útiverkum, annaðist tengdaforeldra sína og stórt heimili. Mann sinn missti hún 1989. Eftir það var jörðin seld og hún flutti til Akureyrar.

Bæta við leslista

Minningar um ömmu Schiöth — frá systkinunum Elísabetu Venýju, Teiti og Tjörva

Okkur langar að minnast ömmu okkar sem við kölluðum alltaf ömmu Schiöth. Hún átti heima á Akureyri og við heimsóttum hana oft. Hún tók alltaf vel á móti fólki og hugsaði vel um okkur. Hjá henni var alltaf matur og kaffi á réttum tíma. Í hvert sinn sem hún átti von á okkur þá var þegar byrjað að undirbúa gestahlaðborðið. Við munum vel eftir grjónagrautnum hennar sem var alltaf bestur. Hún var mjög gestrisin sem er okkur eftirminnilegt og við metum mikils. Það er í raun merkilegt hversu einstaklega umhyggjusöm hún var. Þessum mannkostum gleymum við aldrei.

no image

Bæta við leslista

Minningargrein

Amma Schiöth eins og við systkynin voru vön að kalla hana var einstök manneskja. Hún flutti til Íslands frá Þýskalandi vegna stríðsins þar sem hún kynntist afa mínum Aage Riddermann Schiöth Apótekara og lyfsala á Siglufirði sem hjálpaði henni að byrja nýtt líf.

Bæta við leslista

Kveðja frá Ottó

Elsku Helga.

Bæta við leslista

Móðir mín, Helga

Móðir mín, Helga Elísabet Schiöth, lést 84 ára gömul þann 11. mars sl. eftir skammvinn veikindi. Hún bjó stærsta hluta ævi sinnar á Íslandi en var fædd og uppalin í litlu þorpi að nafni Brudersdorf í Mecklenburg, í fyrrum Austur-Þýskalandi.

Bæta við leslista

Minningarorð Kristínar Helgu

Æskuminningar mínar af ömmu Helgu eru úr Austurbyggðinni, þangað sem hún flutti eftir að seinni eiginmaður hennar lést og við systkinin fórum gjarnan í pössun til hennar þegar skóli var lokaður. Það var notalegt hjá ömmu, yfirleitt voru kisur á heimilinu, nóg af kakómalti og ristuðu brauði og þolinmæðin við að spila ólsen-ólsen óþrjótandi. Amma sinnti gróðrinum í garðinum ötullega og það var í uppáhaldi að fara í Austurbyggðina á vorin þegar páskaliljurnar voru í blóma.

no image

Bæta við leslista

Minningarorð frá Góu

Elsku mamma lést eftir skammvinn en erfið veikindi þann 11. mars síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Bæta við leslista

Minningargrein - Helga S. Sveinbjörnsdóttir

Nú er komið að kveðjustund. Í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín Helga Elísabet Schiöth. Það er margs að minnast eftir löng og góð kynni. Það eru komin um 34 ár frá því að ég hitti hana fyrst, en það var stuttu eftir að ég kynntist syni hennar Þóri. Hann bauð mér með sér í heimsókn í sveitina til fjölskyldu sinnar, en þá bjuggu þau á Ysta Felli í Kaldakinn. Ég var spennt að hitta mömmu hans, stjúpföður og systkini enda varð heimsóknin hin skemmtilegasta - Helga tók vel á móti mér, hláturmild og lífleg kona.

Bæta við leslista