no image

Fylgja minningarsíðu

Heba Hilmarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. september 1945 - 25. júlí 1996

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning - Maggi, Ása og Kata, Palli og börn, Bjarni og Hrafnhildur

Elsku Heba, nú ertu horfin okkur sjónum. Nú hefur myndast mikið tómarúm í hjörtum okkar sem erfitt verður að fylla.

Bæta við leslista

Minning - Gunnhildur H. Axelsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Heba Hilmarsdóttir er látin, aðeins fimmtug að aldri. Við sem vorum búnar að ráðgera að hún yrði í horninu hjá okkur þegar hallaði að. Á sinn sérstaka hátt minnti hún stundum á það með kímni að við þyrftum að muna eftir að gera ráð fyrir horninu hennar og ruggustólnum. Ég kynntist Hebu þegar við, ég og einkasonur hennar, vorum sautján ára. Tveir ástfangnir og bráðlátir unglingar. Um hávetur fór ég með honum norður á Siglufjörð eins og ekkert væri sjálfsagðara, inn á heimilið þeirra Bósa og systranna. Foreldrar mínir dauðhræddir við þetta gönuhlaup en þau komust brátt að því að unglingnum þeirra var tekið af þeirri ástúð og hlýju sem einkennir besta fólkið.

Bæta við leslista

Minning - Kolbrún Björnsdóttir

Hún Heba mágkona mín er farin í það ferðalag sem okkur er öllum búið aðeins á 51. aldursári. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég frétti að hún væri mikið veik, en vonaði að hún gæti þó átt lengri tíma með fólkinu sínu. En tími hennar hér hjá okkur var útrunninn allt of fljótt, hennar hefur beðið annað hlutverk á öðrum stað. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég bróður mínum, börnum og öðrum ástvinum. Guð gefi ykkur öllum styrk og þrek.

Bæta við leslista

Minning - Helga og Tryggvi, Erla og Kristján

Í dag er til moldar borin elskuleg mágkona og svilkona okkar, Heba Hilmarsdóttir.

Bæta við leslista

Minning - Ólafur Jóhannsson

Þegar ég sting niður penna til að minnast vinkonu minnar, er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, en engin leið að festa allt á blað í stuttri minningargrein.

Bæta við leslista

Minning - Ásdís, Bjarney, Guðlaug og mágar

Heba systir. Heba og Bósi. Þessi tvö hugtök hafa verið okkur systrunum svo töm alla tíð, að nú þegar Heba hefur kvatt okkur að sinni, svo alltof fljótt og fyrirvaralítið, situr tómið eftir. Stórt skarð er höggvið í tilveru fjölskyldunnar, skarð sem hefði átt að vera svo langt undan.

Bæta við leslista

Minning - Guðmundur Sævin, Halla Birna og Rakel Sif

Elsku mamma, á jólunum síðustu þegar öll fjölskyldan var samankomin heima hjá Gumma, var það ekki til í huga okkar að við ættum eftir að þurfa að kveðja þig á nýju ári. Þú hefur alltaf skipað svo stóran sess í lífi okkar að það er erfitt að hugsa sér að það haldi áfram án þín. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hérna hjá okkur. Þú varst okkur svo miklu meira en bara mamma, þú varst vinur okkar og fyrirmynd. Þú gafst okkur góð ráð þegar eitthvað stóð til, eða þegar eitthvað dundi á og eru þau ráð okkar vegarnesti í dag, ráð sem við eigum svo eftir að miðla til barnanna okkar í framtíðinni. Hetjulegri baráttu þinni er lokið og hvernig sem á það er litið, stendur þú uppi sem sigurvegari.

Bæta við leslista