no image

Fylgja minningarsíðu

Haukur Ásmundsson

Fylgja minningarsíðu

9. september 1949 - 4. nóvember 2008

Útför

Útför hefur farið fram.

Höf. Helgi Björnsson

„Jæja, er allt til sölu núna,“ segir Haukur vinur minn og glottir góðlátlega þegar undirritaður, golffélagi hans, hefur klúðrað enn einum golfhringnum og er við það að gefa íþróttina upp á bátinn. Þetta er lýsandi dæmi um hárfínan og bætandi húmor Hauks og kom mér alltaf í gott skap aftur. Annað var ekki hægt.

Bæta við leslista

Höf. Ísleifur Gíslason & vinahópurinn

Stórt skarð var skyndilega höggvið í vinahóp okkar þegar Haukur lést þriðjudaginn 4. nóvember síðastliðinn.

Bæta við leslista

Höf. Bergur Hjaltason & stúkubræður í Baldri IOOF

Naprir vindar haustsins strjúka vanga og myrkrið hjúpar okkur mannfólkið. Flestum finnst nóg um en enginn veit sína ævina og á morgun kemur nýr dagur.

Bæta við leslista

Höf. Einar Ásbjörnsson & Kristinn Pedersen

Okkur brá óneitanlega þegar við heyrðum af láti vinnufélaga okkar Hauks Ásmundssonar. Á slíkum augnablikum fer ýmislegt í gegnum hugann og rifjuðust upp okkar fyrstu kynni af Hauki. Hann byrjaði í lögreglunni á undan okkur og þurftum við nýliðarnir, hvor á sínum tíma, að leita ráða hjá honum og öðrum okkur reyndari mönnum. Hann tók okkur nýliðunum vel og okkur varð fljótlega vel til vina. Var gott að leita til hans með ýmislegt sem kom upp í starfinu og reyndust ráð hans vel.

Bæta við leslista

Höf. Ómar F. Dabney

Síminn hringir. Í símanum er félagi til margra ára í lögreglunni að tilkynna mér andlát góðs félaga til margra ára eða frá því að ég gerðist fangavörður B-vaktar lögreglunnar í Reykjavík er E-vaktin tók til starfa 1. júlí árið 1998 . Haukur Ásmundsson aðalvarðstjóri er fallinn frá. Þar er horfinn sannur félagi og góður drengur.

Bæta við leslista

Höf. Karl Steinar Valsson

Mig setti hljóðan þegar ég frétti að Haukur væri látinn. Fallinn var frá góður vinur. Ég var svo lánsamur að vera sem ungur lögreglumaður oft með Hauki á bíl eins og lögreglumenn kalla það þegar tveir eða fleiri lögreglumenn veljast saman til verka. Haukur var skemmtilegur vinnufélagi og kom fyrir sjónir sem tímalaus á óræðum aldri. Það var því þannig að við hinir yngri í starfi töldum hann tilheyra okkur en litum aldrei á Hauk sem hluta af eldri mönnum vaktarinnar.

Bæta við leslista

Höf. Bryndís Markúsdóttir & fjölskylda

Elsku Haukur, það er ótrúlegt að trúa því að þú sért dáinn. Allar góðu minningarnar streyma um hugann. Við munum sakna þín og minnast þín. Þú varst alltaf hetja í okkar augum og einstaklega góður og hjartahlýr maður.

Bæta við leslista

Höf. Jasmín Ásta Óladóttir

Elsku afi minn.

Bæta við leslista

Höf. Steinunn Ásmundsdóttir

Haukur minn. Fallegi góði bróðirinn minn sem nú er dáinn. Hann var allaf „stóri bróðir“ minn, þótt ég ætti bara einn bróður, og ég dáði hann meira en aðra. Svo fallegur og hnarreistur. Ég bar óttablandna virðingu fyrir honum þegar ég var barn, því hann var mikill töffari og hafði meðfæddan myndugleik. Svo varð ég feimin við hann á unglingsárunum, því þá var hann orðinn lögreglumaður eins og pabbi okkar og hafði ekki ýkja mikla þolinmæði gagnvart böldnum unglingnum mér.

Bæta við leslista

Höf. Ragnhildur Hauksdóttir

Elsku hjartans pabbi minn.

Bæta við leslista