no image

Fylgja minningarsíðu

Harriet Margareta Otterstedt

Fylgja minningarsíðu

8. nóvember 1928 - 19. febrúar 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Minning um gullömmu

Á mínum barnæskuárum dvaldist ég oft á sumrin í Espilundinum hjá ömmu Harriet og Knúti afa. Minningarnar þaðan verða mér ætíð ómetanlegar. Vissulega kallaði ég ömmu aldrei Harriet. Frá því við systkinin fæddust var amma gjörn á að kalla okkur "hennes gullhjärta". Úr fór að ég og bróðir minn, sem skildum jú lítið í sænsku, kölluðum hana því framvegis gullömmu, og gull var hún. Ef manneskjur væru mældar í gulli þá var amma 24 karöt. Hún var góðhjörtuð, glaðlynd og jákvæð og gat lýst upp heilu herbergin með sínum fallega og smitandi hlátri. Amma var líka þeirri guðs gjöf gefin að hún náði mikilli færni í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var matseld, myndlist eða yoga.

Bæta við leslista

Elsku mamma

Elsku mamma, nú ert þú farin á fund pabba, "mormor", Frans, Holgers og þeirra allra, sem þú talaðir oft um að þú vildir hitta aftur og ég veit að þetta verða fagnaðarfundir hjá ykkur. Eftir sitjum við hin, börn, barnabörn og barnabarnabörn með söknuð í hjarta en ekki síður þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þinnar ótrúlegu lífsgleði og dugnaðar í gegnum öll þessi ár.

Bæta við leslista