no image

Fylgja minningarsíðu

Halldóra G. Eiríksdóttir

Fylgja minningarsíðu

29. ágúst 1952 - 14. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Halldóra Geirþrúður Eiríksdóttir lést í faðmi fjölskydlunnar á heimili sínu þann 14.02.2022. Jarðaför hennar hefur farið fram.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Hrafnhildur Haraldsdóttir dóttir, Eiríkur Haraldsson sonur.

Þakkir

Við þökkum þeim sem veittu okkur stuðning á erfiðum tímum og sendu okkur fallegar hugsanir. Sérstaklega viljum við þakka Heimahlynningu á Akureyri fyrir ómetanlega aðstoð og hlýju.

Halldóra G. Eiríksdóttir Mamma

Elsku móðir mín Halldóra Geirþrúður Eiríksdóttir eða Dóra eins og hún var alltaf kölluð er látin. Á 14 mánuðum hefur stórt skarð myndast hjá okkur fjölskyldunni sem mun aldrei verða hægt að fylla í. Að missa föður sinn svo ömmu og svo mömmu á 14 mánuðum er meira en ég get ráðið við. Ég var þeirra forréttinda aðnjótandi að geta fylgt mömmu eftir allt frá greiningu til enda en sá tími var allt of stuttur eða aðeins fjórir mánuðir. Ég trúi varla að mamma sé farin hvernig á maður að komast í gegnum það? Tíminn sem við mamma áttum var ómetanlegur og geymi ég þær stundir í hjarta mínu það sem eftir er ævi minnar. Mamma sagði líka að hún yrði alltaf hjá okkur þó hún væri farin. Ég dáist að mömmu og hvernig hún tókst á við veikindin og dauðann af yfirvegun, æðruleysi og miklum kjarki. Mamma var sterkari en allt. Það er svo skrítið hvernig lífið þróast og hversu stutt er á milli lífs og dauða. Ég er þakklát fyrir tímann, þakklát fyrir að hafa fæðst inn í mína fjölskyldu að við mamma hefðum verið hinar bestu vinkonur og mjög háðar hvor annarri. Mamma var falleg bæði að utan sem innan og allir sem komust í tæri við hana mátu hana mikils. Mamma elskaði fjölskylduna sína, við börnin og barnabörnin fengu að finna fyrir þeirri miklu hlýju og ást sem hún bar til okkar. Þann 9. október 2021 fæddist mömmu langömmu strákurinn hennar og ömmubarnið mitt. Mamma sá ekki sólina fyrir litla kútnum og kipttist hún til í hvert skitpi sem síminn gaf frá sér meldingu þegar snöppin komu og þá ljómaði hún eins og sól í heiði. Litli kúturinn fékk svo fallega nafnið sitt í höfuðið á pabba heitnum Haraldur Breki og það þótti mömmu mjög vænt um. Ég er sannfærð um að mamma, pabbi og Júlli bróðir eru saman í sumarlandinu og vaki yfir okkur hinum. Þau muni taka á móti okkur þegar okkar tími kemur. Mamma ég elska þig meira en orð fá lýst og ekkert getur nokkurntíma komið í staðin fyrir þig. Tíminn mun græða sárin en örin verða alltaf til staðar. Takk fyrir allt elsku mamma mín þín dóttir Hildur.

Bæta við leslista