no image

Fylgja minningarsíðu

Halldór Elís Guðnason

Fylgja minningarsíðu

21. nóvember 1945 - 23. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Halldór Elís Guðnason frá Efra-Seli í Hrunamannahreppi andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Útför

4. mars 2022 - kl. 13:30

Halldór Elís verður jarðsunginn frá Selfosskirkju.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Ástríður Guðný Daníelsdóttir. Daníel Halldórsson Apeland, Gunn Marit Hals Apeland Halldóra Halldórsdóttir, Unnsteinn Logi Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn.

Þakkir

Starfsfólki Heilbrigðsstofnunnar Suðurlands, Sjúkrahúsinu eru færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf og sérstaklega góða aðhlynningu vegna veikinda Halldórs.

Kvenfélag Selfoss - sjúkrahússjóður
Minning - Halldór Elís Guðnason

Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá sem finnur hann. Halldór mágur hefur kvatt vort jarðlíf, eftir stutta en harða baráttu við krabbamein, og söknuðurinn er mikill.

Bæta við leslista

Halldór Elís Guðnason - minning

Elsku Halldór, að skrifa minningargrein um þig er eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti ekki að gera nærri strax og jafnvel bara aldrei, því þrátt fyrir að vera 35 árum eldri en ég næstum uppá dag, að þá hefði alveg stundum mátt halda að það væri akkúrat öfugt.

Bæta við leslista

Til Halldórs

Umhyggju og ástúð þína

Bæta við leslista

Fyrir þig pabbi

Það er fallegur, hlýlegur, brosandi pabbi sem breiðir út arma sína til að hjálpa dóttur sinni. Það skipti ekki máli á hvaða aldursskeiði ég var, hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa, óumbeðið og líka þegar eftir því var óskað. Hann var alltaf fyrstur til.

no image

Bæta við leslista

Halldór Elís Guðnason - kveðja

Eins og mörg önnur börn dvaldi ég á heimili þeirra Ástu móðursystur minnar og Halldórs á barns- og unglingsaldri og lærði þar margt um lífið og tilveruna. Á tímabili vorum við fimm ungmenni með mismunandi mikla unglingaveiki á heimilinu og alltaf var þolinmæðin, skilningurinn og húmorinn í fyrirrúmi hjá þeim báðum, Ástu og Halldóri. Alltaf tími til að spjalla og ræða málin. Þau voru líka alltaf til í sprell og gaman og það voru mörg hlátursköstin og vitleysisgangurinn sem hægt var að sleppa sér í.

Bæta við leslista