no image

Fylgja minningarsíðu

Hallberg Svavarsson

Fylgja minningarsíðu

1. mars 1956 - 30. nóvember 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi lést á líknardeild Landspítalans 30. nóvember.

Útför

15. desember 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 13:00.

Aðstandendur

Steinunn Guðbrandsdóttir Þórey Hallbergsdóttir Bjarki Hallbergsson Tinna Hallbergsdóttir Hallberg Daði Hallbergsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.

Minningarorð prestsins í útförinni

Minningarorð – Hallberg Svavarsson

Bæta við leslista

Minningarorð um Hallberg

Í dag, 15. desember, fer fram útför góðs vinar, frænda og spilafélaga míns, Hallbergs Svavarssonar. Leiðir okkar Hallbergs lágu saman þegar hann tók að sér að vera “rótari” hljómsveitarinnar Pónik þar sem bróðir hans var fyrir. Hallberg var táningur þegar þetta gerðist og auðvitað leysti hann það verkefni með sóma. Árið 1972 hætti bassaleikari hljómsveitarinnar, Sævar Hjálmarsson, og tók þá Hallberg að sér bassaleikinn. Hljómsveitin gerði hlé á samstarfinu seinna það ár og fóru meðlimir hennar í aðrar hljómsveitir eins og gengur. Haustið 1974 tók hljómsveitin aftur til starfa og var ráðin húshljómsveit í Sigtún við Suðurlandsbraut. Í þeirri hljómsveit voru tvennir bræður, undirritaður og Kristinn Sigmarsson og Hallberg og tveir bræður hans, Kristinn og Erlendur, sem sagt tvennir bræður. Auk þess söng Einar Júlíusson með hljómsveitinni. Þar með var endurvakin hljómsveitin Pónik og Einar sem hafði verið stofnuð árið 1964. Einari Júlíussyni fannst heldur þrengt að sér í þessu samstarfi og talaði um bræðraveldi. Það kom svo í ljós bræðurnir voru allir skyldir. Úlfar Jónsson frá Fljótsdal var afi Úlfars og Kristins og bróðir hans Kristján Fídelíus Jónsson var langafi Hallbergs, Kristins og Erlendar þannig að skyldleikinn var talsvert mikill, þriðji og fjórði liður. Þegar Einar fékk veður af þessu var honum öllum lokið og talaði ekki bara um bræðraveldi heldur ættarveldi.

no image

Bæta við leslista

Takk fyrir tímann kæri vinur

Hallberg

Bæta við leslista