no image

Fylgja minningarsíðu

Halla Kristbjarnardóttir

Fylgja minningarsíðu

24. mars 1951 - 18. september 2023

Andlátstilkynning

Elskuleg systir mín, mágkona, frænka og sambýliskona HALLA KRISTBJARNARDÓTTIR Hvalsø, Danmörku lést á sjúkrahúsinu í Holbæk 18. september sl.

Útför

16. október 2023 - kl. 15:00

Halla Kristbjarnardóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. október kl 15.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Fanney Kristbjarnardóttir Gunnar Rafn Einarsson Birna Helgadóttir Tryggvi Helgason Halla Helgadóttir Kristbjörn Helgason Kristbjörn Gunnarsson Helgi Pétur Gunnarsson Einar Jón Gunnarsson Kurt Nielsen

Minning

Það var á fallegu vorkvöldi í Reykjavík fyrir rúmum 70 árum sem Halla föðursystir mín fæddist. Hún ólst upp á Miklubraut í stórfjölskylduhúsi þar sem ávallt var mikill umgangur og líf og Esjan heilsaði inn um eldhúsgluggann. Ég man þetta augljóslega ekki sjálf, en það má segja að ég hafi upplifað það samt, því 25 árum síðar fæddist ég, Halla litla, inn í sömu stórfjölskyldu í sama húsi með útsýni yfir sömu Esju. Sigga mamma mín, líkt og amma Dúdda forðum, eldaði gjarnan ríflegan kvöldverð, því það var aldrei að vita hver dúkkaði upp í heimsókn og það gerði Halla oft. Ég man svo vel eftir húsinu við Miklubraut þar sem dyrnar voru aldrei læstar og vinir og stórfjölskylda áttu stöðugt leið um.

Bæta við leslista

Minning

Halla Kristbjarnardóttir lést í Danmörku 18. september síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Halla var móðursystir Helga Péturs, en Una hafði líka notið þeirrar gæfu að þekkja hana alla ævi, og hún var okkur fjölskyldunni allri afar kær og náin.

Bæta við leslista