no image

Fylgja minningarsíðu

Hálfdán Daðason

Fylgja minningarsíðu

2. maí 1975 - 4. september 2022

Andlátstilkynning

Kæri og elskulegi pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, Hálfdán Daðason lést 4. september 2022.

Útför

21. september 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Daði Snær og Eiður Sölvi Hálfdánssynir Ráðhildur Stefánsdóttir og Daði Hálfdánsson Klara Eiríka, Stefán, Vilborg, Guðmundur Magnús, Ólöf Kristjana og Jóna Rún

Hvíl í friði, elsku mágur

Ég hef ekki fengið mig til þess að skrifa minningarorð um elsku Hálfdán fyrr en nú. Líklega vegna þess að ég er enn að horfast í augu við raunveruleikann og að ég sjái hann aldrei aftur labba inn um dyrnar hjá okkur. Mér líður eins og kökkurinn í hálsinum muni aldrei hverfa. Veit þó að með tíð og tíma munum við einhvern veginn læra að lifa með þessu. Það var alveg sama hvað Hálfdán var beðinn um, alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða, redda, græja og gera. Hann var líka svo ótrúlega góður í svo mörgu sem hann tók sér fyrir hendur. Traustur, hæglátur og hlýr eru þau orð sem mér finnst lýsa Hálfdáni best. Lundin ljúf og yfirvegað fas. Hann var þó líka, eins og mörg hafa nefnt, mikill stemmningsmaður og öllum fannst gott og gaman að vera í kringum hann enda nærvera hans svo góð. Hann dró einhvern veginn að sér fólk án þess að hafa fyrir því. Enda sást það við útförina hversu víða hann hafði komið við og að hann hafði snert hjörtu margra. Margar minningar skjóta upp kollinum eins og þegar við fögnuðum saman fertugsafmælunum okkar með grilluðum hamborgurum í Akurgerðinu, spurningarnar um matseldina þegar hann borðaði hjá okkur, hæ-ið sem Jóna mágkona nefndi í minningarorðum sínum. Það hefur hljómað í kollinum á mér reglulega síðustu vikur, svo glaðlegt og „Hálfdánslegt“. Systkinabörnin sakna skemmtilega frændans sem var þeim svo góður. Það var ósjaldan sem Hildur og Þorbjörn gistu í Grafarvoginum þegar þau voru yngri og Þorbjörn bað gjarnan um að vera fleiri nætur því þar var auðvitað notalegt og skemmtilegt að vera. Elsku Hálfdán minn, við lofum að gera margt skemmtilegt með strákunum þínum og vera til staðar fyrir þá. 

Bæta við leslista

Elsku frændi minn.

Elsku Hálfdán

Bæta við leslista

Elsku hjartans bróðir minn

Lífið er merkileg gjöf. Það getur verið svo yndislegt og gefandi eina stundina en ill viðráðanlegt og miskunnarlaust þá næstu. Það er allt svo rangt við það að vera elst sjö systkina og vera í þeim sporum að kveðja yngra systkini. Sorgin er nístandi, söknuðurinn óendanlegur og ljóst að stórt skarð er höggvið í systkinahópinn. Hver á núna að vera í miðjunni? Það var hlutverk Hálfdáns. Hann var miðju barnið og var því í miðjunni á öllum systkinamyndum þegar raðað var eftir aldri. Hann var reyndar svo fastur í þessu hlutverki að á myndum með vinnufélögum og vinum var hann nánast alltaf fremstur og í miðjunni, hrókur alls fagnaðar.

Bæta við leslista

Minningarbrot Gumma bróður

Mín fyrsta minning af Hálfdáni er þegar ég fór á mína fyrstu fótboltaæfingu. Líklega var ég 5 ára, kannski sex. Hann var auðvitað tveim árum eldri og einn af þeim bestu í flokknum. Ég vissi hins vegar lítið í minn haus, hljóp fram og til baka og þvældist eitthvað fyrir. Og var reyndar svo grænn að ég hélt að það ætti að fara í sturtu fyrir æfinguna. Þá var gott að eldri bróðirinn gat leiðbeint þeim yngri. Hjálpsemi og góðmennska var einkennandi fyrir Hálfdán alla tíð.

no image

Bæta við leslista

Elsku vinur Hálfdán Daðason

Nú er elsku Hálfdán búinn að kveðja þennan heim. Okkur skortir orð til að lýsa þeim sársauka sem fylgir því að sjá á eftir okkar dýrmæta vin. Orð okkar eru máttlaus og innantóm og söknuðurinn mikill á okkar heimili. Hálfdán eða Dáni kemur inn í líf okkar í gegnum samheldinn Víkurhverfishóp og fótboltann, allt frá fyrsta degi varð með okkur góður og traust vinátta.

Bæta við leslista