no image

Fylgja minningarsíðu

Gylfi Pálsson

Fylgja minningarsíðu

26. mars 1949 - 21. ágúst 2023

Andlátstilkynning

Ástkæri og trausti eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, lést mánudaginn 21. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 1. september klukkan 13:00

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Rósa María Björnsdóttir Elfa Björk Gylfadóttir - Guðmundur Hákonarson, Hildur Ösp Gylfadóttir - Ketill Sigurðarson Atli Páll Gylfason - Gerður Davíðsdóttir Antonía Huld, Tómas Ernir, Agla Katrín, Rósa Signý, Elísa Dagný, Björk, Davíð Orri og Gylfi Þór

Þakkir

Hjartans þakkir til björgunarsveitanna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Kveðja frá Hildi

Mér fannst pabbi frekar erfiður og stundum vandræðalegur á uppvaxtarárunum. Hann þurfti að tala við alla sem komu með okkur heim eða hringdu, sátu við hliðina á okkar á leikjum og í raun flest samferðafólk okkar og þá skiptu aldur og staða engu. Þó að hann talaði litla ensku þá náði hann að tengjast fólki sem var ekki íslenskumælandi og greip þá til leikbragðs ef þurfti. Já pabbi hafði raunverulegan áhuga á fólki.

Bæta við leslista

Frá Fanneyju og Birni

Í samræðum manna á milli var Gylfi maður allra kynslóða. Með glettni í augum og smitandi hlátri átti hann mjög auðvelt með að fá alla til að hlusta og svara. Börnin hlustuðu með andakt þegar Gylfi setti fram vísu eða gátu sem þau áttu að leysa. Allavega höfðu okkar börn gaman af þessum leik og minnast enn á vísurnar og gáturnar sem hann setti fram og hve gaman var að heimsækja Gylfa og Rósu á Akureyri.

Bæta við leslista

Kveðja frá Vigni

Mánudagurinn 21. ágúst sl. rann upp, þungbúinn og drungalegur. Líkt og er um skyndileg veðrabrigði getur með litlum fyrirvara brugðið til beggja átta í lífinu sjálfu. Svo var um fráfall míns kæra vinar og frænda, Gylfa Pálssonar. Enginn átti von á þeim snöggu og ótímabæru umskiptum sem hjá honum urðu.

Bæta við leslista

Kveðja frá spilafélögum

Gylfi Pálsson frá Dagverðartungu í Hörgárdal lést 21. ágúst af völdum heilablæðingar. Hann var öflugur félagi í Bridgefélagi Akureyrar og hafði verið það lengi sem spilari, stjórnarmaður og endurskoðandi reikninga. Hans verður sárt saknað í okkar hópi. Hann var jafnan hress í bragði og glaðsinna og stuðlaði að góðum anda við spilaborðið.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sveinbirni

Haustið 1969 hófu um 40 ungmenni, víðsvegar að af landinu, nám við menntasetur samvinnumanna á Bifröst í Borgarfirði. Það var létt yfir hópnum, dálítil spenna og eftirvænting lá í loftinu, sumir nemendanna þekktust en aðrir ekki. En fram undan var heill vetur í nánu sambýli og var ekki farið mikið af bæ nema um jól og páska, virkum dögum sem helgum var að öllu jöfnu eytt á Bifröst, og því kynntust nemendur tiltölulega fljótt. Nemendum var deilt á herbergi á heimavist skólans og minn herbergisfélagi veturinn 1969-70 varð Gylfi, sem nú er kvaddur. Ef til vill vorum við að sumu leyti líkt og svart og hvítt; hann bóndasonur norðan úr Eyjafirði en ég uppalinn á „mölinni“ og áhugamálin ekki öll þau sömu. Ég gat þó, í ljósi dvalar í sveit á barns- og unglingsárum, verið ögn samræðuhæfur um búskaparmál sem voru þó alls ekki aðalumræðuefnin því Gylfi var víðsýnn og vel heima á ýmsum sviðum. Okkar sambýli gekk bara vel þetta skólaár og var það ekki síst að þakka einstökum sambúðarhæfileikum Gylfa, sem ef til vill hefur þurft að bíta á jaxlinn af og til. Hann var einn af þessum mönnum sem öllum vilja vel, gegnheill og glaðsinna, góður skólafélagi sem ég minnist með mikilli hlýju.

Bæta við leslista

Kveðja frá Þóru Þorleifsdóttur

Mig langar að kveðja Gylfa vin minn og finnst viðeigandi að gera það á síðum Morgunblaðsins, því Gylfi var mikill Moggamaður alla sína tíð. Við kynntumst árið 1987 þegar við Elfa urðum vinkonur. Ég hafði nýlega flutt frá Grímsey í Borgarhlíð, þar sem fjölskylda hans bjó. Við fyrstu kynni var Gylfi frekar framandi fyrir litla Grímseyinginn, fór fínn í vinnunna með skjalatösku, í badminton eftir vinnu og spilaði brids á kvöldin. Þetta var eitthvað allt annað en ég var vön hjá körlunum í Grímsey. Gylfi keyrði líka um á splunkunýrri rauðri Monzu svo ég ákvað að hann væri mikill bílaáhugamaður. Sá misskilningur leiðréttist með árunum.

Bæta við leslista

Hinsta kveðja frá Elfu Björk

Haustið var tíminn hans pabba. Kindur að koma af fjalli, grænmetisræktunin hans og mömmu tilbúin til neyslu, kartöfluupptaka með börnum, síðar barnabörnum, og daglegar ferðir í berjamó í margar vikur, stundum með fjölskyldumeðlimum en oftast einn. Pabbi byrjaði með þeim fyrstu í sumarlok og tíndi eins lengi fram á haustið og hægt var, oftast í Hörgárdalnum en hann valdi Vaðlaheiðina fyrir sinn síðasta berjamó.

Bæta við leslista

Hinsta kveðja frá Katli

Í dag kveð ég, með mikilli sorg, Gylfa tengdaföður minn sem ég hef átt yndislega samleið með síðustu 25 árin eða frá því að ég kom sem ungur maður inn á heimili Rósu og Gylfa. Í huga Gylfa skemmdi það ekki fyrir að ég væri úr sveit enda var hann einstakur áhugamaður um sveitir landsins og búskap. Þrátt fyrir að hrútaskráin væri ekki innan míns áhugasviðs reyndi hann ansi lengi að ræða hana og málefni henni tengd við mig enda þrautseigur með meiru.

Bæta við leslista

Kveðja frá Antoníu Huld og Öglu Katrínu

Elsku afi okkar, við eigum svo bágt með að trúa að þú sért farinn frá okkur.

Bæta við leslista

Kveðja frá Dodda

Í dag er jarðsunginn frá Akureyrarkirkju vinur minn, frændi og sveitungi Gylfi Pálsson frá Dagverðartungu. Við kynntumst ungir og gengum saman alla okkar barnaskólagöngu sem var farskóli í hreppnum. Var fengin stofa á einhverjum bænum til að kenna í og vorum við sennilega með þeim síðustu á landinu sem nutum slíks skólahalds. Eftir þetta skildi leiðir okkar í skólagöngu; hann fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði en ég í Héraðsskólann á Laugarvatni. En á sumrin vorum við heima og æfðum meðal annars fótbolta með Ungmennafélagi Skriðuhrepps, en í þá daga voru það margir strákar uppaldir í sveitinni að við höfðum í heilt knattspyrnulið. Þótt sumir þeirra færu að vinna á Akureyri og yrðu síðan búsettir þar héldu þeir tryggð við félagið. Við tókum þátt í knattspyrnumótum innan UMSE en nokkur lið léku í þessum mótum. Þurftum við að ferðast þó nokkuð vegna þessa og urðum við mjög samstæður hópur. Var Gylfi markvörður liðsins og stóð sig yfirleitt með prýði.

Bæta við leslista