no image

Fylgja minningarsíðu

Gylfi Jónasson

Fylgja minningarsíðu

22. júní 1952 - 29. júní 2023

Andlátstilkynning

Elskulegur eiginmaður minn. faðir okkar, tengdafaðir og afi Gylfi Jónasson Kjarnagötu 63, Akureyri lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29.júní 2023

Útför

11. júlí 2023 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Akureyrarkirkju

Sálmaskrá
Aðstandendur

Guðný Kristín Kristjánsdóttir, Katrín Gylfadóttir, Hjörtur Geirmundsson, Kristján Rúnar Gylfason, Helga Svava Arnarsdóttir, Ómar Ingi Gylfason, Aníta Einarsdóttir og afabörn

Jæja Gylfi minn

Jæja Gylfi minn. Þá eru þínar þjáningar á enda. Sjúkdómurinn skæði sem fáir sleppa frá lagði þig að velli. En eins og þín var von og vísa þá barðist þú allt til enda og ekki varst þú neitt að kvarta neitt sérstaklega frekar en vanalega þegar heilsan þín var annars vegar. Við gerðum okkur væntanlega ekki alveg grein fyrir því hvað þú varst í raun orðinn veikur fyrr en alveg í restina.

Bæta við leslista

Jæja pabbi hvernig förum við að þessu núna.

Á svona tímamótum fer maður að hugsa til baka og ég sé ekki alveg hvernig dæmið á að ganga upp án þess að geta leitað til þín.

Bæta við leslista

Elsku pabbi

Elsku pabbi lést á Landspítalanum 29. júní sl.eftir ansi erfiða baráttu við krabbamein sem uppgötvaðist algjörlega óvart fyrir 15 mánuðum síðan. Þú barðist hetjulega og af miklu æðruleysi allt fram á síðasta dag. Þeir voru erfiðir síðustu dagarnir þínir því þér hrakaði mjög snöggt en flest öll náðum við til þín áður en yfir lauk. Aldrei kvartaðirðu, hvorki yfir verkjum eða öðru sem þessum óboðna gesti fylgdi. Síðasta afmælisdeginum þínum eyddum við saman, við borðuðum góðan mat og áttum notalega stund saman og ekki grunaði okkur þá að viku seinna værirðu farinn í sumarlandið.

Bæta við leslista

Elsku afi

Elsku afi, nú er komið að kveðjustund og eftir sitja margar hlýjar góðar minningar. Það verður skrýtið að koma í heimsókn til ömmu og þú ert ekki þar og eftir verður skarð sem erfitt er að fylla en við munum reyna að fylla það með góðum minningum sem við eigum með þér. Okkur þótti virkilega vænt um að geta fylgt þér síðustu sporin og vonandi líður þér betur núna. Takk fyrir allar stundirnar saman elsku afi, þín verður sárt saknað og minning þín lifir um ókomna tíð.

Bæta við leslista