no image

Fylgja minningarsíðu

Gylfi Guðmarsson

Fylgja minningarsíðu

24. nóvember 1944 - 5. febrúar 2024

Andlátstilkynning

GYLFI GUÐMARSSON Akurgerði 9a, Akureyri, lést að heimili sínu að morgni mánudagsins 5. febrúar 2024. Útför fór fram frá Akureyrarkirkju 20.febrúar.

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Arnheiður Eyþórsdóttir Þórarinn Friðrik Gylfason, Ágústa Ragnarsdóttir Unnur Björk Gylfadóttir, Ágúst Leifsson Gunnlaugur Starri Gylfason, Erna Jónasdóttir Eyþór Gylfason, Þórunn Edda Magnúsdóttir

Þakkir

Fjölskyldan þakkar innilega auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur. Starfsfólki Lyfjadeildar og Heimahlynningar SAk eru færðar einlægar þakkir fyrir einstakt viðmót og góða þjónustu.

Minningasjóður Heimahlynningar SAk
Minningarorð við útför

Gylfi Guðmarsson leit heiminn fyrst á Akureyri þann 24.nóvember lýðveldisárið 1944. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Óladóttur og Guðmars Gunnlaugssonar. Gylfi sleit barnsskónum í Oddeyrargötunni, gekk í Barnaskóla Akureyrar/Íslands og síðar Iðnskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk námi í bakariðn. Gylfi starfaði þó aldrei sem bakari.

Bæta við leslista

Kveðja frá Dúdda

 Faðir minn, pabbi, er látinn á átttugasta aldursári - aðeins of snemma fyrir mína parta. Hann var frískur og í góðu formi þar til hann veiktist skyndilega sl. jól.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Ágústu

Það varð ansi brátt um hann tengdapabba minn, Gylfa Guðmarsson. Hraustur og sprækur karl alla tíð og svo bara bang! Vissulega eins og hann að mörgu leiti, ekkert að hangsa við hlutina.

Bæta við leslista

Kveðja frá Gumma og Helgu

Gylfi bróðir er dáinn. Hann lést eftir stutt veikindi aðfaranótt 5. febrúar síðastliðins.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Óla

 Hvað getur maður sagt á svona stundu? Bróðir minn Gylfi Guðmarsson hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Ég var einmitt staddur hjá þeim hjónum um jólin þegar hann veiktist. Ég hef verið eins og grár köttur hjá þeim undanfarin ár. Síðan ég hætti að vinna hef ég oft lagt leið mína norður til Akureyrar og dvalið hjá þeim í lengri og skemmri tíma, um jól, um sumar, vetur og haust og þá höfum við gert ýmislegt saman, farið í ferðalög og gönguferðir, siglt með Húna II, farið í berjamó og fleira og fleira. Um æskuárin man ég ekki mikið en ég man þó þegar hann fékk botnlangakast, þá kom leigubíll og ók honum á spítalann, það var flott að fara í leigubíl í þá daga. Svo voru skellinöðrurnar sem voru í pörtum um alla lóð og kjallarann. Þeim var svo klastrað saman og síðan farið upp í Bjarmastíg og allt þanið í botn.

Bæta við leslista

Kveðja frá Hafdísi

Gylfi móðurbróðir minn var í mínum huga ekki gamall þótt hann hafi verið að nálgast áttrætt og margt af því sem einkenndi hann hafi verið lýsandi fyrir fólk af hans kynslóð og eldri. Hann var nýtinn og nægjusamur, handlaginn og vandvirkur, bar virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu, vinnusamur. Hafði áhuga á ættfræði og var ættrækinn, kom úr samheldnum systkinahópi. Félagslyndur án þess að láta á sér bera, talaði ekki af sér. Greiðvikinn og gott að eiga að. Minnti mig oft á afa og ekki síst þess vegna var ég þakklát fyrir að hann tók dætur mínar að sér sem sérstakur bónusafi.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sirrý Fjólu

Elsku afi. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur, það verður svo tómlegt án þín. Ég trúi því ekki að þegar ég kem í heimsókn á Akureyri munir þú ekki vera þar. Vera þar með tilbúið svakalegt morgunverðarhlaðborð alla morgna með bollum sem þú bakaðir sjálfur, bestu bollum í heimi.

Bæta við leslista

Kveðja frá Jóni Inga

Nú höfum við Gylfi gengið okkar síðustu morgungöngu. Við vorum vanir saman flesta virka morgna en því lauk daginn fyrir Þorláksmessu. Ekki grunaði mig að þetta væri okkar síðasta ganga, báðir vel morgunhressir er við gengum okkar 10 hringi í Boganum. Á þessum morgni var hugur okkar á miklu flugi við skipulag árlegrar hálendisferðar næsta sumar en sú ferð ferður aldrei farin.

no image

Bæta við leslista

Gylfi Guðmarsson (1944 - 2024)

Móðurbróðir minn Gylfi Guðmarsson, fæddur 24. nóvember 1944, er látinn.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Önnu og Guðmundi

Kæri vinur.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Gunna og Sunnu

 Í dag 20. febrúar kveðjum við okkar góða vin og félaga Gylfa Guðmarsson. Hann lést fimmta febrúar síðastliðinn eftir stutt veikindi.

Bæta við leslista

Kveðja frá Hollvinum Húna II

Liðinn er dagur og hver til sinna heima, hverfur burt eftir lokið starf. Gylfi Guðmarsson lauk sínu ævistarfi að morgni mánudagsins 5. febrúar sl. Gylfi sem alla tíð hafði verið hraustur lést eftir erfiða en skamma legu. Við vinir og skipsfélagar Gylfa finnum fyrir hinu stóra skarði sem höggvið hefur verið í áhöfnina og munum sakna vinar í stað.

no image

Bæta við leslista