no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnhildur Óskarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. október 1959 - 17. mars 2023

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Gunnhildur Óskarsdóttir lést á heimili sínu þann 17. mars 2023..

Útför

24. mars 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. mars kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þau sem vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman.

Aðstandendur

Arnór Þórir Sigfússon Óskar H. Gunnarsson Óskar Örn Arnórsson og Agla Sigríður Egilsdóttir Ragnhildur Erna Arnórsdóttir Snorri Már Arnórsson og Chanel Björk Sturludóttir Magnús Óskarsson

Gunn

Það var við hæfi að elsku Gunnhildur kveddi okkur á fegursta morgni vetrarins. Náttúran gerði þannig honnör í kveðjuskyni fyrir óvenjulegri og stórkostlegri konu. Á einhvern hátt mildaði það söknuðinn sem maður fann strax fyrir, þótt vitað hafi verið um hríð að hverju stefndi. „Fyrst deyr í haga rauðust rós“ orti Jónas og tjáði þar þá hugsun sem sækir á mann af þessu tilefni hvers vegna í ósköpunum almættið kallar nú til sín manneskju sem svo margir elskuðu og skilur eftir sig þetta ógnarskarð? Er það til þess að „meira að starfa guðs um geim“, svo enn sé vitnað í sama skáld, og vel má skilja þann sem kallar Gunnhildi til sérstakra starfa. Á móti kemur að þurfi hinn jarðneski heimur nú á einhverju að halda umfram annað þá væri það fleira fólki eins og hana Gunnhildi – því það er svo sannarlega ekki á hverju strái, því miður.

no image

Bæta við leslista

Gunnhildur

Nú tekur að týnast úr hópnum.

Bæta við leslista

Mömmurnar

Nú er komið að því að kveðja ljósberann okkar í mömmuklúbbnum. Gunnhildur var kennari af Guðs náð, ekki aðeins gagnvart börnum heldur einnig foreldrum og vinum. Hún var afar fljót að kynnast fólki og hafði einstakt lag á að laða það besta fram í öllum.

no image

Bæta við leslista

Fyrstu ár mín í skóla

Gunnhildur Óskarsdóttir leiddi mig fyrstu ár mín í skóla við Æfingardeildina. Þessi fyrstu ár átti fjölskyldan mín afar erfitt vegna drykkju föður míns. Nokkrum sinnum koma hann undir áhrifum í skólann minn og hótaði að taka mig með sér úr tíma. Er mér afar minnistætt eitt skiptið þegar hann kom mjög reiður og æstur og ætlaði að taka mig úr skólastofunni. Þá náði hún Gunnhildur með yfirvegun sinni að róa hann niður og fór hann án þess að vera með frekari læti. Hún róaði mig líka og var stoð mín og stytta í skólanum þessi erfiðu ár. Síðar á ævinni gaf ég út bók eftir mig og pabba. Ljóðin hans og minningar mínar sem ég skrifaði löngu eftir fráfall hans. Hún var ekki langt undan þar og hafði samband við mig og við hittumst og ræddum þennan tíma. Ótrúlega falleg kona að innan sem utan sem fór langt fram úr hlutverki sínu sem kennari og gaf sig alla í að létta undir hjarta nemenda síns. Vildi að ég hefði verið betur nettengd síðustu daga. Svo ég hefði vitað að þú værir farin í himnaborg. Samhryggist aðstandendum innilega ❤️

Bæta við leslista

Elskuleg vinkona

Mitt í húminu opnaði hún inn til mín og brosti blítt en ég lasarusinn, settist upp og bauð hana velkomna. Kórsystir mín Gunnhildur, stóð brosandi inná miðju gólfi heima hjá mér, vildi vita hvernig ég hefði það og rétti mér kort, skælbrosandi. Við þekktumst lítið þegar þetta var en í línum kortsins mátti lesa ,,Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt...'' og ég varð orðlaus. Við vorum ólíkar en lífsglaðar, sameinuðumst í söng hjá Þorgerði og báðar hláturmildar. Si svona eru hjörtu brædd og þetta innlit varð upphaf að kynnum, brosin urðu innilegri og leiddi síðan til okkar trausta vinskapar. Gunnhildur var skrefi á undan mér í MH, var löngu ákveðin í að verða kennari, lá á að mennta sig og vildi halda utanum hann elsku Adda sinn. Við Gunnhildur skrifuðumst á þegar við bjuggum erlendis, hittumst heima í fríum og dáðumst saman að fallegu börnunum okkar. Ég sé hana í anda á spítalanum með Ragnhildi nýfædda, já, fyrst að ég væri að flytja til Bretlands var þá ekki upplagt að koma í heimsókn til Skotlands? Og einmitt um páska fyrir 36 árum tókum við Anna Birta lestina til Aberdeen og dásamlega daga áttum við saman í Collieston, börnin léku sér og við Gunnhildur spjölluðum margt á meðan Addi skoðaði fugla. Ég hringdi eitt sinn í hana frá Aþenu, spurði hvort einhverjar líkur væru á að þau gætu heimsótt mig en það vor var mín kona í ritgerðarskrifum:,,Ibba, ég skal segja þér hvernig dagarnir líða, þegar Addi kemur heim af bókasafninu, tekur hann við krökkunum og ég fer beint á bókasafnið að skrifa." Ég var orðlaus yfir atorkuseminni en þarna var henni rétt lýst, í essinu sínu í meistaranáminu. Gunnhildur og Addi heimsóttu mig síðar hér og þar og voru viðstödd fermingar barnanna minna, samglöddust með fjölskyldu og vinum og sungu með okkur eins og englar.

Bæta við leslista

Gunnhildur okkar.

Við Sigga kynntumst Gunnhildi fyrst í MH á áttunda áratugnum. Ég byrjaði í kórnum á sama tíma og hún að mig minnir, haustið 1975. Þorgerður kórstjóri stillti kórnum oft upp í blandaðri uppsetningu og þá valdi ég að standa sem næst Gunnhildi því hún var einstaklega músíkölsk og hafði frábæra alt rödd. Við Sigga kynntumst síðan Adda á svipuðum tíma og vinátta okkar hófst. Sigga mín hefur verið í saumaklúbbnum Sólskríkjan frá stofnun með Gunnhildi og ég í saumaklúbbnum Slétt og brugðið með Adda, alveg frá menntaskólaárunum. Þannig skarast klúbbarnir okkar og vinahópurinn er stór og frábær. Gunnhildur lét til sín taka alls staðar þar sem hún kom nálægt. Það vitum við öll sem þekktum hana. Eftir að við Addi gengum í Fóstbræður um aldamótin hafa þær vinkonurnar tekið þátt í kórstarfinu í gegnum Fóstbræðrakonur.

no image

Bæta við leslista