no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar Tryggvi Reynisson

Fylgja minningarsíðu

1. mars 1971 - 6. nóvember 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Frá Óla

Leiðir okkar Gunna lágu saman vestur á Flateyri veturinn 1991 en þar áttum við báðir heima tímabundið. En okkar einstaka vinátta byrjaði fyrir alvöru þegar við ákváðum að fara í smá bíltúr til Evrópu. Okkur langaði bara að skreppa frá Flateyri og upplifa smá ævintýri í öðru umhverfi eftir ansi erfiðan vetur fyrir vestan. Þessi ferð var alveg óundirbúin en við ætluðum bara að keyra og skoða okkur um. Enginn farsími, ekki búið að finna upp GPS og það eina sem við höfðum var þykk vegabók sem við keyptum í Eymundsson. Það var aðeins byrjað að vora þegar við lentum í Lúxemburg en það var ein af aðal borgunum sem Icelandair lenti á í Evrópu. Bílaleigubíllinn sem við höfðum pantað og var af gerðinni Ford Escort var ekki til, þannig að brosmilda afgreiðslukonan uppærði okkur í Ford Scorpio sem var talsvert stærri bíll. Sennilega sá afgreiðslukonan að við myndum eyðileggja Escortinn þar sem við vorum báðir vel yfir meðalagi, Gunnar tveir metrar á hæð og við báðir rétt yfir kjörþyngd. Uppfærði bíllinn var með topplúgu þannig að við vorum alsælir og tilbúnir að keyra milljón kílómetra á þrem vikum. Fyrsta stopp var að sjálfsögðu Þýskaland svona rétt yfir landamærin þar sem þýski bjórinn yrði smakkaður. Okkur rann skylda til blóðsins að byrja á að heimsækja þýskaland, þar sem ég er einn fjórði þjóðverji. Bærinn heitir Trier þar sem fyrsta bjórsmakkið byrjaði.

no image

Bæta við leslista

Frá Davíð

Í dag (25.11.19) er borinn til grafar Gunnar Tryggvi Reynisson, einhver mesti ljúflingur sem ég hef kynnst, en við unnum saman fyrir allnokkrum árum, í fyrra lífi mínu sem skiltagerðarmaður og sjálfmenntaður grafískur hönnuður.

no image

Bæta við leslista

Frá Gunna Frosta

Elsku Gunninn okkar þurfti að kveðja okkur allt of fljótt. Ég er ekki enn búinn að ná þessu, að bera kistu mágs míns út úr kirkju og inn í svartan bíl ásamt bræðrum hans og vinum og svo sjáumst við bara ekkert meir.. ekkert spaug frá honum meir, engar dýrindis máltíðir, engar umræður um pólitík eða mótorhjól.. Athöfnin með Karli presti, þeirri gæðasál, var mjög falleg og hugljúf en sorgleg. Svona á ekki að gerast. Oft vökna augu er ég hugsa um missi okkar allra. Við Gunni hittumst í fermingu í vor og þá var hann á fullu í smíðavinnu og bara sáttur með að geta unnið á fullu og ekkert sem benti til að hann myndi í raun lúta í lægra vegna veikindanna. Hann var búinn ad vera svo gallharður í endalausum lyfjagjöfunum að maður hafði engar áhyggjur. Hann var ósigrandi, þegar búinn að sigra einu sinni og af hverju þá ekki í þetta skipti líka?

no image

Bæta við leslista