no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar S. Guðmundsson

Fylgja minningarsíðu

6. júlí 1949 - 25. nóvember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku besti pabbi minn

Ég er ekki að trúa því að þú sért farinn. Þú varst vanur að koma til okkar á hverjum degi til að taka á móti afastrákunum þínum úr leikskólanum. Leika við þá, fara með þeim í göngu- eða hjólatúr, tína krækiber með þeim út í garði, leyfa þeim að brasa í Land Rovernum þínum og jafnvel þrífa hann með þér. Strákarnir okkar eru svo heppnir að hafa átt svona góðan afa sem sá ekki sólina fyrir þeim og kenndi þeim svo margt. Ég var líka ótrúlega heppin með pabba. Hann var svo duglegur að gera hluti með mér, fara með mig í útilegur, jeppaferðir, gönguferðir með Útivist og það voru ófáar ferðir upp í Skálafell eða Bláfjöll á skíði með heitt kakó í brúsa. Hann elskaði íslenska náttúru og kenndi mér að meta hana líka. Sameiginlegt áhugamál okkar var að púsla og alltaf þegar ég var veik kom hann færandi hendi með púsl til að stytta mér stundir. Ekki er langt síðan við hjálpuðumst öll við að klára saman stórt púsl.

Bæta við leslista