no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar Örn Gunnarsson

Fylgja minningarsíðu

19. nóvember 1933 - 26. september 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku pabbi minn

Elsku pabbi minn, besti pabbi í heimi er fallinn frá. Hann var skemmtilegur, góður og hlýr maður. Pabbi var maður gleðinnar. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, gaman að því að rökræða við fólk og að fá fram andstæðar skoðanir. Hann var góður við okkur börnin sín og enn betri við barnabörnin. Við áttum hvert bein í honum og hann í okkur. Öll höfum við getað leitað til hans með okkar dýrmætustu mál og hann stóð á bak við okkur eins og klettur og hvatti okkur áfram til að láta drauma okkar rætast. Hann kenndi okkur að halda áfram, hrósaði okkur í hástert þannig að ekkert vantaði upp á sjálfstraustið. Hann auðgaði orðaforðann svo að ekkert kæmi á óvart þegar út í lífið kæmi. Hann kenndi okkur líka að líta björtum augum á framtíðina, hafa skoðanir á málefnum og standa með okkur sjálfum.

no image

Bæta við leslista