no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar B. Gíslason

Fylgja minningarsíðu

16. september 1926 - 19. apríl 2022

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, lést þriðjudaginn 19. apríl á Landspítalanum í Fossvogi.

Útför

5. maí 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. maí

Aðstandendur

Gísli G. Gunnarsson, Einar B. Gunnarsson, Anna G. Gunnarsdóttir, Laufey E. Gunnarsdóttir, Ari Gunnarsson, Sigfús B. Gunnarsson, Ásgerður Tryggvadóttir makar, barnab og barnabarnab

Til afa

Elsku hjartans afi minn, mikið ofboðslega er það sárt að þurfa að kveðja þig. Þú sem áttir að vera eilífur, en nú eru þið amma sameinuð á ný. Tómarúmið er stórt en eftir sitja minningarnar sem nú eru dýrmætari en nokkru sinni. Minningar um hörkuduglegan mann sem var samt svo mjúkur inn við beinið og mátti ekkert aumt sjá. Sagði við mömmu þegar hún var að skamma mig og ég fór að gráta „Æiii Laufey, ekki vera að skamma litla greyið“. Mann sem vann myrkrana á milli til þess að fjölskylduna skorti ekki neitt. Alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Svo núna eru það litlu hlutirnir sem að standa upp úr og mér þykir svo vænt um. Eins og þegar ég var að bjóða þér góða nótt sem barn og þú svaraðir „góða nótt og guð geymi þig“ og öll skiptin sem þú hlóst þínum dillandi hlátri. Þetta eru minningar sem munu lifa með mér það sem eftir er.

Bæta við leslista